Sauðfjárræktarfélag Miklaholtshrepps

Formaður

Guðbjartur Gunnarsson

Hjarðarfell, 311 Borgarnes

Sími: 4356665

Félagið var stofnað 10. feb. 1952 að loknum fundi Búnaðarfélags Miklaholtshrepps.

Stofnfélagar voru 16.

Fyrstu stjórn skipuðu: Gunnar Guðbjartsson Hjarðarfelli formaður, Páll Pálsson Borg ritari, Kristján Þórðarson Miðhrauni gjaldkeri.

Þegar félagið var stofnað voru liðin rúm 2 ár frá fjárskiptunum 1949 og fjárskiptaféð þótti sundurlaust og því mikil þörf á kynbótum. Mikill áhugi var á fjárrækt.

Árið 1958 var keyptur  hrútur sem hlotið hafði 1. verðlaun fyrir afkvæmi, frá Zimsen í Stykkishólmi.

Um tíma voru flestir ef ekki allir fjáreigendur í hreppnum í félaginu. Síðar átti þeim  eftir að fækka verulega og dofnaði starfsemi félagsins um tíma. Alltaf var þó fjárræktaráhuginn til staðar.

Eitt af því sem fór fyrir brjóstið á mönnum var að vigta átti allt féð þrisvar yfir veturinn. Aðstaðan til þess þótti hinsvegar afar óhentug og vigtar lélegar og þurfti að lyfta fénu upp í þær. Síðar keypti félagið fjárvogir til afnota fyrir félagsmenn sína.

Þá hafði félagið styrkt kaup á sæðingum fyrir ær félagsmanna. Þetta var síðan aflagt með minnkandi tekjum félagsins. Stærsti tekjuliður félagsins hafði verið hlutdeild þess í stuðningi ríkisins við kynbótastarf í landinu, þetta er nánast horfið núna.

Félagið hefur staðið fyrir hrútasýningum á hverju hausti um árabil. Nú hin seinni ár hafa sýningarnar  eingöngu verið fyrir veturgamla hrúta. Um miðjan áttunda áratuginn var fenginn verðlaunaskjöldur sem veittur hefur verið þeim sem átt hefur besta hrútinn á sýningunni ár hvert.

Haustið 2010 sá félagið um héraðssýningu á lambhrútum vestan girðingar á Snæfellsnesi. Slíkar sýningar hafa verið haldnar síðan 2006.

Mikil afurðaaukning hefur orðið, hinsvegar hefur fjáreigendum fækkað verulega.

Guðbjartur Gunnarsson Hjarðarfelli