Þá er seinna hreinsunarátak hreppsins hafið og sorpgámar komnir á Holtsenda og við Núpá og munu verða þar til 26. þessa mánaðar.

Um er að ræða sorpgáma undir timbur, járn og almennt sorp, auk þess sem að tvö spilliefnakör komu á hvorn stað, annað undir rafgeyma, hitt undir rafhlöður ofl.

Vinsamlegast gengið vel um svæðin og látið undirritaða vita ef að þörf er á losun á gámum.

12. ágúst 2022

Sigurbjörg Ottesen, oddviti

Fundargerð 11. fundar hreppsnefndar 2022 er komin inn hérna.


Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 11. ágúst 2022 að Breiðabliki kl. 17:00


Dagskrá:
1. Kjörgengi hreppsnefndarmanns
2. Kjörgengi nefndarmanns í Skipulags- og byggingarnefnd
3. Erindisbréf
4. Skólamál
5. Erindi frá Margréti Birnu Kolbrúnardóttur
6. Erindi frá Sveinbjörgu Zophoníasdóttur og Jóni Ásgrímssyni
7. Fundargerð aukaaðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

9. ágúst 2022
Sigurbjörg Ottesen
Hjarðarfelli

Laugargerðisskóli í Eyja og Miklaholtshreppi, auglýsir eftir kennara í heila stöðu og stuðningsfulltrúa í 100% starf

Um er að ræða umsjón með yngra stigi (1.-5. bekk) og stuðningsfulltrúa hjá sama hóp.

Laugargerðisskóli er fámennur grunnskóli mitt á milli Borgarness og Stykkishólms. Hér nýtum við okkur jákvæðan aga og erum heilsueflandi skóli. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám þar sem áhugi, frumkvæði og styrkleikar hvers og eins eru nýttir í leik og starfi.

Á staðnum er gott íþróttahús og sundlaug.

Húsnæði er í boði á staðnum.

Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2022 og skal skila umsóknum rafrænt til skólastjóra.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 8973605 eða í tölvupósti: skolastjori@laugargerdisskoli.is

Sigurður Jónsson

Skólastjóri

Ágætu íbúar.

Þá er fyrra hreinsunarátaki hreppsins lokið og gámarnir verða fjarlægðir í dag. Langar mig að þakka öllum þeim sem að nýttu sér gámana fyrir góða umgengni við þá.

19. júlí 2022

Sigurbjörg Ottesen, oddviti

Eldri fréttir