Nýjasta fundargerð hreppsnefndar er komin inn hérna.

Nýjasta fundargerð hreppsnefndar er komin inn hérna

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 10. júní 2021 í Laugargerðisskóla  kl. 21.00

Dagskrá

 1. Skýrsla vinnueftirlitsins vegna skoðunar sem fór fram 26. maí 2021 á Laugargerðisskóla.
 2. Bréf frá Snæfellsbæ og varðar sameiningu sveitarfélaganna.
 3. Tölvupóstur frá Jóni Oddsyni þar sem hann segir sig úr nefndum á vegum sveitarfélagsins.
 4. Fundargerð 167 fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 5. maí 2021
 5. Minnisblað og úttekt á innheimtu og greiðsluhraða í Eyja og Miklaholtshrepp unnið af Motus
 6. Fundargerð 193 fundar félagsmálanefndar Snæfellinga frá 4. maí 2021
 7. Minnisblað vegna sameiningar Kjósahrepps við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
 8. Fundargerð 194 fundar félagsmálanefndar Snæfellinga frá 1. Júní 2021
 9. Fundargerð 897 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30 apríl 2021
 10. Fundargerð 898 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 11. Fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir við Laugargerðisskóla, eftir fund fer hreppsnefnd um skólann.

8. júní 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Laugargerðisskóli auglýsir eftir starfsfólki.

Við leitum eftir umsækjendum í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2021-2022

 • Íþróttakennara í 30% stöðu.
 • Almenna kennslu 70%
 • Umsjónarkennara yngsta stigi 100%
 • Stuðningsfulltrúum
 • Skólaliða
 • Matráð

Laugargerðisskóli er sveitaskóli með 10 nemendur í 1.-10. bekk

Lögð er áhersla á fjölbreytta, skapandi og sveigjanlega kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám.

Umsóknarfrestur er til 20. júní 2021 Nánari upplýsingar veitir Sigurður, skólastjóri í síma: 8973605 eða tölvupóst siggi@laugargerdisskoli.is

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 30. maí 2021 að Breiðabliki  kl. 20.00

Dagskrá

 1. Skýrsla SSV frá 21. Maí 2021 vegna Laugargerðisskóla.
 2. Bréf frá Mennta og Menningarmálaráðuneyti dagsett 3. Maí 2021 þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna umbótaáætlunar ytra mats.
 3. Umsögn um umsókn Dreisam ehf vegna rekstarleyfis gististaðar í flokki IV í Veiðihúsinu Dal.
 4. Fyrirspurn um leigu á tjaldsvæði við Laugargerðisskóla.
 5. Styrkumsókn frá Helis slf.

28. maí 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Eldri fréttir