Haffjarðará er á milli Eyja- og Miklaholtshrepps og Kolbeinsstaðahrepps og rennur hún úr Oddastaðavatni (57m yfir sjó) um 25 km leið til sjávar í Hafursfjörð.

haffjardaraÍ Haffjarðará falla Höfðaáin, neðan Oddastaðavatns og Hraunholtaáin úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn. Núpá á sameiginlegt ósasvæði með Haffjarðaránni. Heildarvatnasvið eru tæpir 450 ferkm.

Áin er ein þekktasta laxveiðiá landsins og á hún sér nokkra sérstöðu að því leiti að engum seiðum hefur verið sleppt í hana og er hún því sjálfbær.

Frá 1974 hefur eingöngu verið veitt á flugu.

Sumarið 2008 var metveiði, 2011 laxar sem veiddir voru á 4-6 stangir og þykir einstaklega örugg þannig að sveiflur milli ára eru minni en víðast annarsstaðar.

Sjá nánar um veiði í Haffjarðará hér.

 

Heimild:Anglin.is