Jörðin liggur milli ánna Grímsár að austan og Straumfjarðarár að vestan. Að norðan eru landamerki við þjóðveginn á Langholti.
Landið er blautt mýrlendi með klapparásum. Móar eru sunnanvert í Langholti, auðveldir til ræktunar. Annað ræktunarland þarfnast framræslu.
Landið er talið gott sauðbeitarland, en fremur lítið.
Heimildir:
Byggðir Snæfellsness 1977 bls 287
Loftmynd Mats.is