Hér með er auglýst opið fyrir umsóknir um götu og torgsöluleyfi í Eyja og Miklaholtshrepp fyrir árið 2019 samkvæmt reglum sem samþykktar voru á hreppsnefndarfundi þann 12. mars 2018.

Umsóknir skulu berast sveitarfélaginu fyrir 15. mars 2019.

25. febrúar 2019
Eggert Kjartansson
oddviti Eyja og Miklaholtshrepps

Nýjasta fundargerð hreppsnefndar er komin inn hérna.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar miðvikudaginn 20. febrúar 2019 í Breiðabliki kl. 20:30

Dagskrá:
1. Umhverfisvottun Snæfellsnes. Guðrún Magnúsdóttir verkefnisdóttir mætir á fundinn og fer yfir verkefnið.
2. Gestastofa Snæfellsnes að Breiðabliki.
3. Aðalskipulag Eyja og Miklaholtshrepp.
4. Fræðsluferð sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi til Danmerkur.
5. Umsjónarmaður fasteigna.
6. Kostnaður vegna almannavarnarnefndar Vesturlands.
7. Fundarboð á aðalfund sambandsins
8. 867 fundargerð sambandsins
9. 179 fundur félagsmálanefndar Snæfellinga

18. febrúar 2019
Eggert Kjartansson
Hofsstöðum.