Ákveðið var á síðasta fundi hreppsnefndar að í staðin fyrir að rukka fasteignagjöld á tveimur
gjaldögum eins og gert hefur verið, verður það gert á fjórum gjaldögum 1/5, 1/7, 1/9 og
1/11.

Einnig hækkuðum við lámarkið í kr. 20.000,- sem þýðir að þær kröfur sem eru undir þeirri
upphæð verða rukkaðar í heild á fyrsta gjaldaga.

Hofsstöðum 12. Apríl 2019
Eggert Kjartansson
oddviti

Hér með er boðað til auka hreppsnefndarfundar sunnudaginn 14. apríl 2019 í Laugargerðisskóla  kl. 20:30

Dagskrá:

  1. Gestastofa Snæfellsnes að Breiðabliki – drög að samkomulagi við Svæðisgarðinn vegna Breiðabliks.
  2. Breiðablik framkvæmdir.
  3. Beiðni um tilnefningu á áfangaastaðafulltrúa frá  Eyja og Miklaholtshrepp.
  4. Fundargerð skóla og fræðslunefndar frá 10. mars 2019 síðasti liður hennar.
  5. Verkferlar innan Eyja og Miklaholtshrepps.

12. apríl 2019

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Það eru komnar inn nýjar fundargerðir frá skóla- og fræðslunefnd hérna og hreppsnefnd hérna.