Sælir ágætu íbúar

Nú virðist vera vor í lofti eftir erfiðan vetur hjá okkur. Áfram heldur glíman við covid 19 veiruna og verður um hríð, þó að sem betur fer hafi hægt á smitum eins og staðan er núnaþ Það getur þó breyst fljótt ef við höldum ekki vöku okkar. Þið hafið sýnt fádæma stillingu og rósemi í þessu ástandi og hugað vel að ykkar öryggi og vil ég þakka ykkur fyrir það.

Ákveðið var 23. mars að hætta að fá börnin í leik og grunnskólann í sveitinni í skólann en kenna frekar börnunum heima í gegnum fjarfundabúnað, þetta hefur verið gert síðan 25. mars síðastliðinn. Þetta gerðum við m.a. til þess að kennarar gætu einbeitt sér að kennslunni án þess að hafa áhyggjur af smitleiðum í gegnum skólann og það sem okkur þótti einnig mjög mikilvægt var að heimilin gætu haft fulla stjórn á umgengni í kringum sig og sína starfsemi. 

Þið hafið hugað vel að ykkar málum og einnig starfsfólk skólans. Skólastjóri og oddviti hafa því ákveðið að hefja leikskóla og skólastarf í Laugargerðisskóla í þrepum sem hér segir;

15. apríl koma 10. bekkingar í skólann

15. – 17. apríl fá 6. – 9. bekkingar heimakennslu í gegnum fjarfundabúnað

1. – 3. bekkur fær verkefnapakka frá kennara til að vinna heima en einnig verða samverustundir í gegnum fjarfundabúnað á hverjum degi.

Mánudaginn 20. apríl hefst svo skólastarf aftur með þeim takmörkunum sem í gildi eru af hálfu almannavarna og leikskóladeildin opnar.

Það liggur auðvitað fyrir að áfram þurfa allir að vanda sig hvort sem það eru heimilin eða starfsmenn í skólanum. 

Hreppsnefnd kom saman á fundi 8. apríl og var eftirfarandi ákveðið  sem næstu aðgerðir af hennar hálfu;

 • Leikskólagjöld verða felld niður til vors þó svo að leikskólinn komi saman áður, vonandi sem fyrst.
 • Fellt verður niður gjald fyrir mötuneyti út skólaárið fyrir skóla og leikskóla.
 • Ekki hafið að rukka fasteignagjöld á neinn en fyrsti gjaldagi verður 30. júní og síðan dreifist það til loka nóvember.
 • Til að tryggja sem best öryggi íbúa, en þeir eru það mikilvægasta sem til staðar er í okkar samfélagi og öryggi þeirra starfsemi verður áfram eins og þarf kennsla í gegnum fjarfundabúnað.
 • Íbúar hafa lokað sig af undanfarnar vikur til að verja sig fyrir veirunni og einnig hafa börnin verið heima. Hreppsnefnd mun því þegar óhætt verður vegna veirunnar styðja við bakið á þeim félögum í samfélaginu sem vilja standa fyrir viðburðum í sumar. Sérstaklega eru bundnar vonir við að nýkjörin stjórn fyrir ÍM muni verða með öflugt starf í sumar fyrir sem flesta.
 • Hreppsnefnd mun leitast við að flýta framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru næstu tvö árin. Miklu máli myndi skipta ef sveitarfélagið fengi vsk endurgreiddan  vegna þeirra framkvæmda, lögð verður áhersla á;
 • Laga sundlaugina og umhverfi hennar.
 • Fara í endurbætur á skólanum bæði að innan sem utan.
 • Fara í endurbætur á umhverfi Breiðabliks og fl. þar.
 • Klára deiliskipulag með íbúðabyggð við Laugargerðisskóla með það í huga að kanna áhuga á byggingum þegar líður á sumarið.  
 • Skipta um járn á efra þaki íþróttahús o. fl. 

Eins og ávalt er það nú svo að við erum öll saman í þessu og reynum að gera eins vel og við getum í erfiðum aðstæðum. Bæði stjórnvöld sem og sveitarfélög eru með í stöðugri skoðun hvort grípa eigi til frekari aðgerða, hvort það verður gert verður tíminn að leiða í ljós en afar ánægjulegt hvað Ísland hefur náð góðum tölum á covid 19, varlega þurfum við samt að fara á næstu vikum og mánuðum. 

Hofsstöðum, 14. apríl 2020

Eggert Kjartansson

oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps

Fundargerð 3. fundar hreppsnefndar er komin inn hérna. Fundargerð 39. fundar skipulags- og bygginganefndar er komin inn hérna.

Neyðarsími barnaverndar og félagsþjónustu!

Kæru íbúar Snæfellsness!

Vaktsími barnaverndar og félagsþjónustu Snæfellinga eftir lokun skiptiborðs okkar, á kvöldin, um helgar og aðra helgidaga

 er 112

Hugum hvert að öðru, nú sem endranær!

Gleðiríka páskahátíð!

Starfsfólk Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 8. apríl 2020 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá:

1.       Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. neyðarstigs almannavarna er varðar fundi hreppsnefndar og nefnda í gegnum fjarfundarbúnað.

2.       Viðbrögð sveitarfélagsins við covid 19 veirunni, skóli og leikskóli.

3.       Framkvæmdir á árinu.

4.       Fasteignagjöld vegna 2020  gjaldagar

5.       Frekari viðbrögð við stöðunni eins og hún er.

6.       Staða verkefna í aðgerðapakka sveitarfélaga um viðspyrnu sveitarfélaga gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum.

7.       Drög að samning við Borgarbyggð og varðar brunavarnir.

8.       Húsaleigusamningur vegna íbúðar í skólanum.

9.       Íbúaskrá lögð fram.

10.   Umsögn um skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016.

11.   Styrkbeiðni frá N4

12.   Umsókn Helix slf vegna stöðuleyfis götu og togsölu.

13.   Fundargerð 880 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

14.   Fundargerð 39 fundar skipulags og byggingarnefndar frá 26. mars 2020

6. apríl 2020

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.