Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 2. september 2021 að Breiðabliki  kl. 20.00

Dagskrá

 1. Kjörgengi hreppsnefndarmanns.
 2. Kynning á mögulegu MAB svæði (UNESCO Biosphere) á Snæfellsnesi sem Svæðisgarðurinn hefur verið að skoða. Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðisins fer yfir verkefnið.
 3. Drög að erindisbréfi fyrir Fræðslu og skólanefnd.
 4. Skipaður einn fulltrúi í Fræðslu og skólanefnd ásamt 3 varamönnum. 
 5. Bréf dagsett 24. ágúst frá Samgöngu og Sveitarstjórnarráðuneytinu og varðar kvörtun íbúa til ráðuneytisins.
 6. Framkvæmdir við útisvæði Breiðabliks.
 7. Tilboð í fjarfundabúnað í Breiðablik.
 8. Minnisblað frá Sambandinu dagsett 13. ágúst og varðar forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026.
 9. Fundargerð fjallskilanefndar frá 27. ágúst 2021
 10. Fjallskilaseðill vegna 2021.
 11. Ráðning skólastjóra Laugargerðisskóla.
 12. Farið yfir gjaldskrá vegna ljósleiðaratenginga.
 13. Gjaldskrá vegna Laugargerðisskóla haust 2021 til vors 2022
 14. Umsókn vegna rekstrarleyfis Dreisman ehf í flokki IV vegna Hótel Rjúkanda.
 15. Fundarboð á haustþing SSV sem haldið verður 29. September 2021
 16. 161 fundargerð SSV frá 28 apríl 2021
 17. 161 fundargerð SSV frá 9. Júní 2021

31. ágúst 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.