Um leið og við minnum á íbúafund um mögulega sameiningu Eyja og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar þriðjudagskvöldið 16. nóvember kl 20:30 í Breiðabliki, en hann verður einnig í streymi, viljum við fara yfir nokkur atriði.

Þar sem eru 50 manna fjöldatakmarkanir verður Breiðabliki skipt upp í hólf ef fleiri en  50 manns koma á staðinn. Viljum við biðja ykkur um að spritta hendur við inngang og bera grímur þangað til komið er í sæti. Viljum við ávallt taka vel á móti gestum með veitingum en að þessu sinni mun ekki vera boðið upp á neitt til þess að fækka snertifletum á svæðinu.

Fundinum verður streymt á Facebooksíðu Snæfellsbæjar

https://www.facebook.com/snb.is sem verður líka aðgengilegt á heimsíðum sveitarfélaganna.

Á fundinum verður notað rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Þar þarf að slá inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið. Það er hægt að fylgjast með streyminu og senda inn spurningar og ábendingar í tölvunni á sama tíma. Ef eitthvað kemur upp á og þið missið sambandið við streymið eða menti, er alltaf hægt að fara aftur inn.

Upplýsingar um sameiningarverkefnið Snæfellingar má finna á heimasíðunni snaefellingar.is

Er það von okkar að sem flestir íbúar þessara sveitarfélaga eigi þess kost að taka þátt í samtalinu með okkur.

Nefndin.