um deiliskipulag í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Tengivirki við Vegamót.

Deiliskipulagssvæðið er í eigu Landsnets og Rarik og er um 1,0 ha að stærð. Svæðið er afgirt og er aðkoma að því frá Snæfellsnesvegi. Innan svæðisins eru tengivirki, spennistöð og línumöstur auk stjórnbyggingar og fjarskiptamasturs Neyðarlínunnar. Framkvæmdin felst í niðurrifi núverandi tengivirkis en í þess stað kemur yfirbyggt tengivirki í nýju stöðvarhúsi.

Tillagan eru í samræmi við aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2018-2038 og  markmið Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Framkvæmdin er á framkvæmdaáætlun Landsnets 2020-2022 en samkvæmt henni hefjast framkvæmdir á fyrsta ársfjórðungi 2022. Tillagan er ekki háð umhverfismati skv. lögum nr. 111/2021. Skipulagslýsing var kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í byrjun árs 2021. Tillagan var samþykkt af sveitarstjórn 21. október s.l. og er nú auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og send til umsagnaraðila.

Tillagan verður auglýst í Skessuhorni og Lögbirtingarblaðinu og verður til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjaogmikla.is og á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 4. janúar 2021 og skulu þær sendar á netfangið skipulag.eyjaogmikla@gmail.com.

Breiðablik, 18. nóvember 2021.

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi Eyja- og Miklaholtshrepps