Í febrúarmánuði óskaði sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum með lögheimili í Eyja- og Miklaholtshreppi skólaþjónustu, þ.e. leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla, í ljósi þess að til stæði að loka Laugagerðisskóla sökum þess hve þungur rekstrarkostnaður væri.
Í gær, 10. maí 2023, voru samningarnir svo undirritaðir og fylgja þeir hér með og verða aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins.
Um er að ræða fjóra samninga en sérstakur samningur er gerður fyrir hverja skólastofnun, þ.e.a.s. einn fyrir grunnskóla, einn fyrir leikskóla og einn fyrir tónlistarskóla. Þar að auki er einn yfirsamningur sem rammar hina þrjá inn og er m.a. sérstaklega ætlaður til að jafna stöðu barna í Eyja- og Miklaholtshreppi við börn sem búa í Sveitarfélaginu Stykkishólmi með tilliti til íþrótta- og tómstundastarfs.
Samkvæmt yfirsamningnum tekur Sveitarfélagið Stykkishólmur að sér að þjónusta íbúa með lögheimili í Eyja- og Miklaholtshreppi um leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Þá tekur samningurinn jafnframt til íþrótta- og tómstundarstarfs barna og unglinga að því marki sem það snýr að þjónustu Sveitarfélagsins Stykkishólms. Samningurinn tryggir þannig börnum og unglingum í Eyja- og Miklaholtshrepp m.a. aðgang að félagsstarfi unglinga, íþróttaskóla og frístund.
Samningarnir taka gildi 1. ágúst 2023.
Þar með er ljóst að Eyja- og Miklaholtshreppur mun hætta rekstri Laugargerðisskóla nú í lok yfirstandandi skólaárs.
Sigurbjörg Ottesen, oddviti
Tengill á samningana: