Laxárbakki

Jörðin liggur sunnan Laxár en austan Straumfjarðarár og á merki móti Litlu-Þúfu, Miklaholti og Skógarnesi að austan og sunnan. Landið er að mestu flatt mýrlendi. Nokkrir valllendismóar eru meðfram Laxá. Landið er stórt og þótti gott vetrarbeitarland fyrir sauðfé meðan…

Continue Reading

Laugargerði

Laugargerðisskóli var vígður 13. nóvember 1965 Skólinn var byggður sem heimavistarskóli af eftirtöldum 5 sveitarfélögum: Breiðavíkurhreppi, Eyjarhreppi, Kolbeinsstaðahreppi, Miklaholtshreppi og Skógarstrandarhreppi. Fyrstu árin fékk Helgafellssveit að senda skólaskyld börn til skólans og Staðarsveit gekk til liðs við skólann síðar, að…

Continue Reading

Kolviðarnes

Kolviðarnes er í suðurenda Eyjarhrepps við ósa Haffjarðarár. Bæjarstæðið er á stóru holti, sem stendur uppúr láglendinu. Þaðan er víðsýnt Land jarðarinnar er milli Haffjarðarár og Núpár og nær að sjó Jarðhiti er við Kolviðarneslaug. Snjólétt er í Kolviðarnesi og…

Continue Reading

Kleifárvellir

Jörðin liggur austan Kleifár en norðan Grafarlands, mjó spilda til fjalls. Undirlendið er mýri sæmileg til ræktunar, fjalllendi að hluta til vel gróið - hlýlegar brekkur móti suðaustri norðan við túnið Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 310 Ábúendur: Í eyði

Continue Reading

Hörgsholt

Jörðin liggur austan Miðhrauns, en vestan Fáskrúðar. Landið er mest mýrlendi, erfitt til ræktunar. (Þéttur mór með leirlagi). Fjalllendi er að mestu hraun, þó eru þar hvammar með valllendisgróðri og gott sauðland. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 299 Ábúendur: Í…

Continue Reading

Höfði

Höfði er í dalverpi norðvestan Höfðaár, landrúm jörð en snjóþung. Jörðin á land frá hreppamörkum (Árnaá) vestur Flatnaá og Sátudalsá. Þetta er góð sauðjörð en ræktunarskilyrði takmörkuð. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 282 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Í eyði

Continue Reading

Hömluholt

Jörðin er vestan við Rauðkollsstaði. Landið er mest mýrar og holt sem jörðin ber nafn af. Hömluholt heldur úti heimasíðu sjá hér Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 283 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Í Hömluholti búa þau hjónin Gísli Guðmundsson og Helga S. Narfadóttir,…

Continue Reading

Hvammur

Jörðin er 1/3 hluti af landi Hjarðarfells og vísast til landlýsingar þar. Býlið var stofnað og byggt af Alexander Guðbjartssyni 1937. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 296

Continue Reading

Hrútsholt

Hrútsholt er sunnan þjóðvegar austan við Rauðkollsstaði. Bæjarhús standa á klettaholti. Jörðin á land sunnan frá Núpá til fjalls. Láglendið er grösugt og gott til ræktunar Vetrarbeit er allgóð svo og sumarhagar. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 276 Loftmynd Mats.is

Continue Reading

Hrossholt

Hrossholt er norðan Kolviðarnesvegar. Bæjarstæðið er á holti, sem nú hefur að mestu verið gert að túni. Jörðin á land frá Haffjarðará að Núpá og er það að mestu mýrlendi. Laugargerðisskóli hefur fengið nokkra hektara undir starfsemi sína úr vesturhluta…

Continue Reading