Löngufjörur
Löngufjörum er erfitt að lýsa fyrir þeim sem aldrei hafa kynnst þeim af eigin raun. Þar er umhverfið breytilegt og umskipting mikil, ekki aðeins eftir árstíðum heldur eftir tímum dagsins, hvort er flóð eða fjara, stórstreymt eða smástreymt, útfall eða aðfall, brim eða ládeyða, söngur fugla í fjöru og mó eða allar raddir hljóðnaðar. Löngufjörur […]
Ljósufjöll
Ljósufjöll eru hæstu fjöll á Snæfellsnesi fyrir utan Snæfellsjökull, 1063m. Þau eru að mestu úr súru bergi, sem hefur myndast við gos undir jöklum síðasta jökulskeiðs. Ljósufjöll standa fyrir ofan bæina Miðhraun, Minni-Borg og Borg í Eyja- og Miklaholtshrepp Að sunnan líkjast þau þrem píramídum, ljósum á lit (líparít), gróðurlaus og fannalaus að sunnan en […]
Hafursfell

Fjallið skagar suður úr aðalfjallgarðinum og suðurbrúnir þess ná 722m hæð og rísa um 700m yfir undirlendið fyrir neðan Hafursfell. Fjallið er eitt merkilegasta fjallið á Snæfellsnesi. Það eru 3 svo kölluð skessusæti. Fjallið sést vel frá Hnappadal og suður til Mýra og ennfremur út fyrir öllu Snæfellsnesi sunnan fjalla og til Snæfellsjökuls. Við Hafursfell […]
Gerðuberg

Gerðuberg er glæsilegur stuðlabergshamar í landi Gerðubergs í Eyja-og Miklaholtshrepp. Gerðubergið er hluti af basalthrauni sem runnið hefur á hlýskeiði á síðari hluta ísaldar (á Tertíertímabilinu). það er ættað úr Ljósufjallamegineldstoðinni. Hraunið, sem er allmjög rofið af jöklum á yfirborði, er óvenju fallega stuðlað. Stuðlarnir í því eru einstaklega reglulegir, 1-1,5m í þvermál, og nær […]
Borgarborg

Í landi Borgar er mikil og sérkennileg klettaborg umkringd háu standbergi allt um kring. Borgin eða Borgarborg eins og hún er yfirleitt kölluð er liðlega 200 m í þvermál og hæðin 20 – 30 m. Klífa þarf einstigi til að komast upp á Borgina. Almælt hefur verið að ljós sæjust stundum í Borgarborg á vetrarkvöldum, […]