Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar miðvikudaginn 20. febrúar 2019 í Breiðabliki kl. 20:30

Dagskrá:
1. Umhverfisvottun Snæfellsnes. Guðrún Magnúsdóttir verkefnisdóttir mætir á fundinn og fer yfir verkefnið.
2. Gestastofa Snæfellsnes að Breiðabliki.
3. Aðalskipulag Eyja og Miklaholtshrepp.
4. Fræðsluferð sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi til Danmerkur.
5. Umsjónarmaður fasteigna.
6. Kostnaður vegna almannavarnarnefndar Vesturlands.
7. Fundarboð á aðalfund sambandsins
8. 867 fundargerð sambandsins
9. 179 fundur félagsmálanefndar Snæfellinga

18. febrúar 2019
Eggert Kjartansson
Hofsstöðum.

Þá er fundargerð frá fyrsta fundi hreppsnefndar á þessu ári komin inn hérna.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar sunnudaginn 27. janúar 2019 í Breiðabliki kl. 21:00

Dagskrá:
1. Gestastofa Snæfellsnes að Breiðabliki
2. Skipulags og byggingarmál í Eyja og Miklaholtshrepp.
3. Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun og varðar aðalskipulagið
4. Umsjónamaður fasteigna, farið yfir umsóknir.
5. Erindi frá Klár ehf og varðar leigu á Laugargerðisskóla.
6. Umsögn vegna velferðarstefnu Vesturlands
7. Erindi frá Sigurbjörgu Ottesen og varðar fundargerðir hreppsnefndar og annara nefnda.
8. Erindi frá Sigurbjörgu Ottesen þar sem farið er fram á að tekin verði upp umræða um að tekin verði upp tómstundastyrkur til ungmenna 6 – 16 ára
9. Erindi frá Sigurbjörgu Ottesen þar sem farið er fram á að tekin verði upp umræða um að taka upp akstursstyrk vegna tómstunda barna og ungmenna, utan sveitarfélagsins.
10. 866 fundargerð sambands íslenskra sveitarfélaga
11. Fundargerð 142 fundar stjórnar SSV
12. Fundargerð 141 fundar stjórnar SSV

25. janúar 2019
Eggert Kjartansson
Hofsstöðum.

Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um gerð umsókna, styrkhæfni verkefna o.fl.  Viðvera verður á eftirtöldum stöðum:

        Stykkishólmur  mánudaginn 14 janúar kl.10.00-12.00 í ráðhúsinu í Stykkishólmi.

        Grundarfjörður mánudaginn 14 janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Grundarfirði.

        Ólafsvík            mánudaginn 14 janúar kl.16.00-18.00 í Átthagastofu í Ólafsvík

        Búðardalur       þriðjudaginn 15 janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Búðardal

        Akranesi           þriðjudaginn 15 janúar kl.10.00-13.00 í Landsbankahúsinu við Akratorg 2 hæð

        Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 15 janúar kl.13.15-15.00 í ráðhúsinu á Hagamel

        Borgarnesi miðvikudaginn 16 janúar kl.10.00-12.00 á skrifstofu SSV að Bjarnabraut 8

Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar, nýsköpunar í atvinnulífi, menningarmála og stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, en umsóknarfrestur rennur út 20 janúar n.k.

Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi http://ssv.is/ má nálgast ýmsar upplýsingar og þar er einnig að finna umsóknarformið http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands/. Notaður er íslykill til innskráningar.

                          

Eldri fréttir