Fundargerð 3. fundar hreppsnefndar er komin inn hérna. Fundargerð 39. fundar skipulags- og bygginganefndar er komin inn hérna.

Neyðarsími barnaverndar og félagsþjónustu!

Kæru íbúar Snæfellsness!

Vaktsími barnaverndar og félagsþjónustu Snæfellinga eftir lokun skiptiborðs okkar, á kvöldin, um helgar og aðra helgidaga

 er 112

Hugum hvert að öðru, nú sem endranær!

Gleðiríka páskahátíð!

Starfsfólk Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 8. apríl 2020 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá:

1.       Tímabundin heimild til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga v. neyðarstigs almannavarna er varðar fundi hreppsnefndar og nefnda í gegnum fjarfundarbúnað.

2.       Viðbrögð sveitarfélagsins við covid 19 veirunni, skóli og leikskóli.

3.       Framkvæmdir á árinu.

4.       Fasteignagjöld vegna 2020  gjaldagar

5.       Frekari viðbrögð við stöðunni eins og hún er.

6.       Staða verkefna í aðgerðapakka sveitarfélaga um viðspyrnu sveitarfélaga gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum.

7.       Drög að samning við Borgarbyggð og varðar brunavarnir.

8.       Húsaleigusamningur vegna íbúðar í skólanum.

9.       Íbúaskrá lögð fram.

10.   Umsögn um skipulags- og matslýsingu fyrir endurskoðun á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016.

11.   Styrkbeiðni frá N4

12.   Umsókn Helix slf vegna stöðuleyfis götu og togsölu.

13.   Fundargerð 880 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

14.   Fundargerð 39 fundar skipulags og byggingarnefndar frá 26. mars 2020

6. apríl 2020

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Sumarhúsafólk

Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að reglur um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.

  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir eftir aðföngum og þar af leiðandi ekki í matvöruverslanir. 
  • Einstaklingar í sóttkví mega ekki fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga. 
  • Einstaklingar í sóttkví mega fara í göngutúra en verða skilyrðislaust að halda reglur um fjarlægð frá öðrum.

Vinnum saman og hindrum frekari útbreiðslu smita. 

Athygli er vakin á því að brot á reglum um sóttkví varða við lög.

Lögreglustjórinn á Vesturlandi og formaður almannvarnanefndar Vesturlands,

Úlfar Lúðvíksson.

Eldri fréttir