Sælir ágætu íbúar

Fyrir rúmri viku gerðum við þau plön að halda skólastarfi áfram miðað við skipulag sem í gangi var þá og var kynnt. Það fyrirkomulag hefur gengið  vel og börnin verið til fyrirmyndar innan þess skipulags.

Jöfnum höndum höfum við verið að undirbúa okkur fyrir að kenna börnunum í fjarkennslu út frá skólanum til að lágmarka þann skaða sem samfélag okkar yrði fyrir kæmi upp veirusmit.

Við erum lítið samfélag og ef smit kæmi upp í skólanum myndi það hafa mikil áhrif á meiri hluta heimila skólahverfisins. Slíkt gæti haft ófyrirséðar afleiðingar.

Við metum það svo að betra sé að bregðast við frekar fyrr en síðar. Þannig höfum við betri stjórn á aðstæðum og  þannig vonandi forðað samfélaginu frá enn frekari og íþyngjandi aðgerðum. Skólastarfi verður haldið áfram, en með breyttu sniði. Nemendur fá heimakennslu í gegnum stafræna miðla. Þeir fá verkefni sem þeir vinna heima og skila til kennara. Til þess að þetta fyrirkomulag takist sem best, er áframhaldandi gott samstarf við heimilin algjör forsenda. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að hjálpast að og huga vel að velferð barnanna og tryggja að við komum sterkari frá þeirri þolraun sem við stöndum frammi fyrir, en áður.

Einnig er það nú svo að þar sem megin stoði okkar samfélags  er matvælaframleiðsla þá þurfum við að huga að því að bændur eru að taka þátt í því að tryggja matvælaöryggi á landinu og mikilvægt að við gerum það sem við getum til að verja það.

Það verður starfsdagur í skólanum á morgun ( 24. mars ) ásamt því að leikskólinn verður opinn en á miðvikudag koma börnin í skólann kl. 13:30 og hitta kennara skólans, ná í gögnin sín og kynningu á því hvernig dagar fram að páskafríi verða.

Eftir það verður börnunum kennt í gegnum netið  þangað til annað verður ákveðið. Þessi ákvörðun er ekki auðveld og við vitum að hún er íþyngjandi. Eitt af því sem við höfum lært undanfarna daga, er að hlutirnir breytast fljótt og verður þessi ákvörðun því sífellt í endurskoðun. Vonandi geta nemendur farið sem fyrst aftur í skólann, bæði leikskólabörn sem grunnskólanemendur okkar. Það er von okkar að þetta verði til góðs fyrir samfélag okkar. Við treystum á gott samstarf allra til þess að tryggja góðar sóttvarnir með því að fara eftir ráðleggingum þeirra sem best vita.

Þessi ákvörðun er tekin af hreppsnefnd og skólastjóra í samvinnu við starfsfólk skólans.

Leggjumst öll á eitt og gerum þetta saman.

23. mars 2020

Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps

Ingveldur Eiríksdóttir skólastjóri Laugargerðisskóla

Undanfarnar vikur hefur hreppsnefnd fylgst með þróun mála vegna þess ástands sem í gangi er núna. Höfum við m.a. fengið stöðu skýrslu frá formanni ámannavarnarnefndar einu sinni á dag eins og önnur sveitarfélög á Vesturlandi. Síðan hafa komið daglega tölvupóstar frá Sambandinu með ráðleggingum og svo er mikið flot af upplýsingum milli sveitarfélaga.

Síðan hefur skólinn brugðist við „auglýsingu um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar“ og og má sjá þau hér á heimasíðu hreppsins í síðasta pósti en svo má einnig nálgast þau á heimasíðu skólans.

Það hefur verið ánægjulegt í vetur hvað íþróttahúsið hefur verið vel nýtt vel af hópum sem hafa komið þar saman á kvöldin og um helgar. Nú hefur verið ákveðið að við munum ekki vilja það í 4 vikur eða þangað til annað verður ákveðið, vonum við að þið sýnið því skilning.

Það sem við þurfum einnig að gera saman er að gá að hvort öðru meðan á þessu öllu saman stendur. Verum duglega að vera í sambandi við þá staði þar sem fáir eru og einnig vil ég biðja ykkur að vera duglega að hafa samband við okkur ef eitthvað er. Það er t.d. ekkert mála að skipuleggja innkaupsferð þar sem keypt er inn fyrir þá sem vilja forðast að umgangast annað fólk en margir eru með undirliggjandi sjúkdóma og vilja halda sér til hlés að þeim sökum, mikilvægt að fólk geri það.

Þessi viðbrögð eru tekin miðað við núverandi stöðu og verða endurskoðuð um leið og aðstæður breytast og kalla á annað.

Eins og oft hefur komið fram hjá framvarðarsveit okkar hér á landi þá stöndum við saman í þessu og mikilvægt að við förum eftir leiðbeingum og því sem er í gangi á hverjum tíma og munum eftir hvort öðru.

Með kveðju,

Eggert Kjartansson

oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps

Viðbrögð Laugargerðisskóla vegna „auglýsingu um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar” og samkomubanns.

Sjá hér.

Nýjustu fundargerð hreppsnefndar er hægt að nálgast hérna og nýjustu fundargerðir skóla- og fræðslunefndar eru hérna.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 24. febrúar 2020 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá:

1.       Kynning á Svæðisgarðinum og næstu áhersluverkefnum hans. Ragnhildur Sigurðardóttir mætir á fundinn.

2.       Bréf EFS dagsett 10. febrúar 2020 og drög að svarbréfi.

3.       Viðhaldsmál vegna Laugargerðisskóla.

4.       Staðgreiðsluuppgjör vegna 2019

5.       Boðun landsþings xxxv 26. mars 2020

6.       Frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum – umsögn ?

7.       Ráðstefna á vegum SSV um sameiningarmál 12. mars.

8.       Tölvupóstur frá sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps vegna sameiningarmála

9.       Opinber útgáfa 186 fundargerð félagsmálanefndar

10.   Stjórnsýsluskoðun KPMG vegan 2019

11.   878 fundargerð stjórnar sambandsins frá 31. janúar 2020

12.   24. fundargerð skóla og fræðslunefndar

13.   25. fundargerð skóla og fræðslunefndar

14.   26. fundargerð skóla og fræðslunefndar

15.   Fundarger Sorpurðunar Vesturlands frá 11. desember 2019

16.   150 fundur stjórnar SSV frá 9. desember 2019

17.   149. fundur stjórnar SSV frá 15. nóvember

18.   Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 21. október 2019

22. febrúar 2020

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Eldri fréttir