Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar sunnudaginn 31. mars 2019 í Laugargerðisskóla  kl. 13:00

Dagskrá:

1.       Áfangaáætlun Vesturlands. Margrét Björk Björnsdóttir kemur inn á fundin og kynnir áætlunina.

2.       Breiðablik – framkvæmdir.

3.       Samningur við Svæðisgarðinn vegna Gestastofu Snæfellssnes.

4.       Fundargerð skóla og fræðslunefndar frá 20. mars 2019

5.       Umsóknir um stöðuleyfi matvagna við Breiðablik.

6.       Umsýsla með eignum fasteignum sveitarfélagsins.

7.       Álagning fasteignagjalda – gjaldagar og fl.

8.       868. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9.       869. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10.   Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 4. mars 2019

11.   Yfirlit útkalla vegna 2018 frá Slökkviliði Borgarbyggðar.

12.   Fundargerð Sorpurðunar Vesturlands hf frá 1. mars 2019.

13.   Opinber útgáfa fundargerðar 180. félagsmálanefndar.

14.   Bréf EFS og varðar fjárfestingar 2019

15.   Umsókn um námsvist utan lögheimilis.

16.   Fundarboð á aðalfund HEM 5. apríl.

28. mars 2019

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2018
að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Miðhrauns 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan felur í sér heimild til byggingar 20 frístundahúsa og eins þjónustuhúss, tveggja fjárhúsa og breytinga á núverandi fjárhúsi. Tillaga þessi er í samræmi við auglýsta tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitafélagsins, þar sem deiliskipulagið nær til reita með auðkenni VÞ-13 og L-1.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins, hér. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast sveitarfélaginu í síðasta lagi 7. maí 2019, annaðhvort á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, 311 Borgarnesi, eða á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is.

F.h. sveitarstjórnar
Eggert Kjartansson oddviti

Á dögunum hlutu sveitarfélögin á Snæfellsnesi platínu-umhverfisvottun EarthCheck fyrir frammistöðu í umhverfis- og samfélagsmálum tíu ár í röð. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að ákvörðun var tekin um að standa vörð um umhverfið á Snæfellsnesi með því að framfylgja alþjóðlegum umhverfisstaðli EarthCheck. Umhverfisvottunarverkefnið er fjölþætt. Að því koma mjög margir aðilar enda er öflugt samstarf og þekking lykillinn að árangri. Bætt frammistaða á ýmsum sviðum og viljinn til að gera enn betur með skýrum og skráðum markmiðum skiptir mestu máli. Það er einmitt starf á þeim grunni sem færir okkur vottunina.
En í hverju birtist umhverfisstarf Snæfellinga? Allt frá 2003 hafa sveitarfélögin haldið til haga upplýsingum um auðlindanotkun og sorpmál á svæðinu. Tæpur helmingur af öllu sorpi á Snæfellsnesi fer í endurvinnslu (47,6% árið 2018). Að koma sorpi í réttan farveg er samvinnuverkefni allra íbúa og fyrirtækja. Um helmingur allra hreinsiefna sem sveitarfélögin kaupa eru með viðurkennd umhverfismerki og nær allur pappír er umhverfismerktur. Margvíslegar aðrar upplýsingar gefa okkur innsýn í stöðu svæðisins og hjálpa okkur við að setja mælanleg markmið. Sem dæmi um önnur verkefni má nefna að síðastliðin ár hafa sveitarfélögin unnið að því í samstarfi við hagsmunaaðila að bæta aðgengi ferðamanna að víðförulustu áningarstöðum Snæfellsness. Það skiptir miklu máli að viðhalda vinsælum viðkomustöðum, gæta náttúru þeirra og tryggja að gestir fái að njóta þeirra. Síðast en ekki síst má nefna frábært starf skólanna á Snæfellsnesi þar sem umhverfismál eru í öndvegi og börnin njóta góðs af. Nokkrir skólar eru þátttakendur í Grænfánaverkefni Landverndar sem eflir umhverfisvitund yngri kynslóðarinnar. Börnin eru framtíðin og það er okkar hlutverk að sýna þeim í verki að umhverfið skiptir lykilmáli.
Við Snæfellingar nýtum platínu-viðurkenningu EarthCheck sem hvatningu. Við erum staðráðin í að halda góðri vinnu áfram og gera enn betur!

Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps auglýsir eftir athugasemdum við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins með gildistíma 2018-2038 ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og fjórum þemauppdráttum. Þar kemur fram stefna sem skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu máli og varðar fjölmarga þætti, svo sem þróun byggðar, landnotkun og innviði. Tillagan nær til alls lands innan sveitarfélagsins.

Tillagan er aðgengileg á vefnum með því að smella hér:

https://sites.google.com/alta.is/ask-em-augl/home


Útprentuð tillaga liggur frammi til sýnis á skrifsstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum og hjá Skipulagsstofnun frá 13. mars til og með 30. apríl 2019. Frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna rennur út 30. apríl. Athugasemdum skal komið á framfæri skriflega með því að senda tölvupóst á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is eða með bréfpósti til:

Eyja- og Miklaholtshreppur
Hofsstöðum
311 Borgarnes

Mótun tillögunnar, þ.m.t. kynning og samráð, er í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Umhverfisskýrsla er sett fram í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Auglýsing þessi er skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

F.h. sveitarstjórnar
Eggert Kjartansson, oddviti

Eldri fréttir