Samstarfsnefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, boðar til íbúafundar þriðjudaginn 16. nóvember kl. 20:30.

Fundurinn sem er opinn öllum íbúum fer fram í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi.  Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu Snæfellsbæjar. Slóð inn á streymið verður aðgengileg á vefsíðum sveitarfélaganna beggja.  

Á fundinum verður kynning á stöðu verkefnisins, umfjöllun um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna og mögulegar breytingar ef til sameiningar kemur. Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að taka þátt  annaðhvort með því að mæta á svæðið eða vera þátttakandi í gegnum fjarfundarbúnað, kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Á fundinum verður notað rafræna samráðskerfið menti.com svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.

Upptaka frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu verkefnisins snaefellingar.is að fundi loknum.

Við vonumst til þess að sjá sem flesta!

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 21. október 2021 að Breiðabliki  kl. 21.00

Dagskrá

 1. Bréf dagsett 1. október 2021 frá Menningar- og velferðafulltrúa SSV þar sem lögð er fram menntastefna Vesturlands til umsagnar og afgreiðslu.
 2. Fyrstu 8 mánuðir í rekstri Eyja og Miklaholtshrepps með útkomuspá til áramóta.
 3. Staðgreiðsluáætlun vegna 2022 lögð fram.
 4. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun vegna 2022 hjá Eyja og Miklaholtshrepp.
 5. Staðan á sameiningaviðræðum Eyja og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar.
 6. Bréf dagsett 24. september 2021 frá Grundarfjarðarbæ, varðandi sameiningarmál sveitarfélaga.
 7. Fundargerð Fræðslu og skólanefndar frá 27. september 2021.
 8. Fundargerð 121 fundar stjórnar FSS frá 3.9.2021
 9. Fundargerð 122 fundar stjórnar FSS frá 27.9.2021
 10. Opinber útgáfa 195 fundargerðar félagsmálanefndar Snæfellinga frá 7. September 2021
 11. 900 fundargerð sambandsins frá 26. Ágúst 2021
 12. 901 fundargerð sambandsins frá 24. September 2021

19. október 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Nýjasta fundargerð hreppsnefndar er komin inn hérna.

Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara 25. september næstkomandi  hefur verið lögð fram á skrifstofu sveitafélagsins að Hofsstöðum.

Fjallskilaseðill fyrir 2021 er kominn inn hérna.

Eldri fréttir