Ákveðið var á síðasta fundi hreppsnefndar að í staðin fyrir að rukka fasteignagjöld á tveimur
gjaldögum eins og gert hefur verið, verður það gert á fjórum gjaldögum 1/5, 1/7, 1/9 og
1/11.

Einnig hækkuðum við lámarkið í kr. 20.000,- sem þýðir að þær kröfur sem eru undir þeirri
upphæð verða rukkaðar í heild á fyrsta gjaldaga.

Hofsstöðum 12. Apríl 2019
Eggert Kjartansson
oddviti

Það eru komnar inn nýjar fundargerðir frá skóla- og fræðslunefnd hérna og hreppsnefnd hérna.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar sunnudaginn 31. mars 2019 í Laugargerðisskóla  kl. 13:00

Dagskrá:

1.       Áfangaáætlun Vesturlands. Margrét Björk Björnsdóttir kemur inn á fundin og kynnir áætlunina.

2.       Breiðablik – framkvæmdir.

3.       Samningur við Svæðisgarðinn vegna Gestastofu Snæfellssnes.

4.       Fundargerð skóla og fræðslunefndar frá 20. mars 2019

5.       Umsóknir um stöðuleyfi matvagna við Breiðablik.

6.       Umsýsla með eignum fasteignum sveitarfélagsins.

7.       Álagning fasteignagjalda – gjaldagar og fl.

8.       868. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

9.       869. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10.   Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 4. mars 2019

11.   Yfirlit útkalla vegna 2018 frá Slökkviliði Borgarbyggðar.

12.   Fundargerð Sorpurðunar Vesturlands hf frá 1. mars 2019.

13.   Opinber útgáfa fundargerðar 180. félagsmálanefndar.

14.   Bréf EFS og varðar fjárfestingar 2019

15.   Umsókn um námsvist utan lögheimilis.

16.   Fundarboð á aðalfund HEM 5. apríl.

28. mars 2019

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Eldri fréttir