Fundargerð komin hérna.

Réttað var til Þverárréttar sunnudaginn 21. september og gekk bara vel. Heimtur voru þokkalegar en smá mistur var yfir þegar smalað var deginum áður.

Myndir

Til bænda og búaliðs í Eyja- og Miklaholtshreppi

Bændareið 2014

Farið verður frá Borgarholti laugardaginn 19. júní, mæting kl. 13:30.  Riðið verður að Krossum þar sem drukkið verður ketilkaffi að hætti Þorgríms Leifssonar, en hann með aðstoð góðra vætta ætlar að hella uppá.  Þaðan verður riðið til baka, jafnvel fram í Stakkhamarsnes, allt eftir veðri og vindum.

Slegið verður upp veislu um kvöldið í Hrísdal kl. 20 þar sem boðið verður upp á mat eins og Rúnar Marvins og Gunni Palli geta einir gert í íslenskri sveit.  Veigar verða í boði á meðan birgðir endast, en frjálst er að bera með sér brjóstbirtu á pela.  Eftir matinn verður dansað inn í nóttina.

Gott væri að vita fyrir kl. 20 á sunnudag n.k. hve margir koma frá hverjum bæ svo að við getum áætlað í mat og drykk.

Myndina sem fylgir póstinum gerði Ragnheiður Þorgrímsdóttir og er hún einkennismyndin í ár.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja frá bændum í Borgarholti, Hrísdal, Miklaholti og Vegamótum.

 

Eldri fréttir