Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 30. júní 2022 að Breiðabliki kl. 17:00

Dagskrá:

 1. Innheimta á reikningum frá sveitarfélaginu.
 2. Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 22. júní 2022.
 3. Erindi frá framkvæmdastjóra Brákarhlíðar f.h. stjórnar, dagsett 22. júní 2022.
 4. Erindi frá Sveinbjörgu Zophoníasdóttur og Jóni Ásgrímssyni varðandi leikskólamál, dagsett 22.júní 2022
 5. Erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett 23. júní 2022.
 6. Erindi frá Innviðaráðuneyti, dagsett 20. og 23. júní 2022 og varðar sama málið.
 7. Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Eyja- og Miklaholtshrepps, nr.
  341/2015. Útgáfudagur 13. Júní 2022.
 8. Fundargerð 168. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vestulandi, 1. júní 2022.
 9. Fundargerð 176. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, 20. júní 2022.
 10. Fundargerð 126. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, 15. júní 2022.
 11. Bréf frá trúnaðarlækni (trúnaðarmál).

28. júní 2022
Sigurbjörg Ottesen
Hjarðarfelli

Deiliskipulag í Eyja- og Miklaholtshreppi
Stórikrókur – íbúðarbyggð

Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum 3. desember, 2020 að auglýsa
breytingu á deiliskipulagi Stórakróks í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og
var hún auglýst 19. desember, 2020. Vegna formgalla er hún nú auglýst að nýju.
Helstu breytingar eru að öll húsin verða heilsárshús, leyfðar verða manir og hleðslur til
skjólmyndunar og byggingarreitur nr. 6 er stækkaður. Auk þess eru breytingar gerðar á
byggingarskilmálum er varða heildargrunnflöt bygginga, nýtingarhlutfall, gróðurhús og sólpalla,
byggingarefni, þakhalla, mænisstefnu, hæð o.fl.
Tillagan verður til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjaogmikla.is og í félagsheimilinu
Breiðabliki. Tillagan var auglýst 15. júní sl. með athugasemdafresti til og með 29. júní, 2022 og er
sá frestur nú framlengdur til 29. júlí, 2022. Athugasemdir skulu sendar á netfangið
skipulag.eyjaogmikla@gmail.com .

Breiðablik, 27. júní, 2022.
Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi

Ágætu íbúar!

Hér fyrir neðan má sjá netföng hreppsnefndarmanna og oddvita, ásamt nýju símanúmeri oddvita. Í þann síma verður svarað á hefðbundnum skrifstofutíma.

Sigurbjörg Ottesen, oddviti: oddviti@eyjaogmikla.is

Sími oddvita: 845-2723

Herdís Þórðardóttir, varaoddviti: hefa@eyjaogmikla.is

Veronika G. Sigurvinsdóttir: veronika@eyjaogmikla.is

Þröstur Aðalbjarnarson: throstur@eyjaogmikla.is

Sonja K. Marinósdóttir: sonja@eyjaogmikla.is

27. júní 2022

Sigurbjörg Ottesen, oddviti

Ágætu íbúar,

því miður næst ekki að fá sorpgáma á Holtsenda og við Núpá núna í júní eins og til stóð.
Sorpgámarnir koma 4. – 18. júlí og svo aftur 15. – 29. ágúst.
Set tilkynningu hér inn á heimasíðuna þegar þeir verða mættir á svæðið.

22júní 2022
Sigurbjörg Ottesen, oddviti

Fundargerð 8. fundar hreppsnefndar á þessu ári er komin inn hérna.

Eldri fréttir