Inn á svæði skipulagssviðs er kominn tengill á auglýsingar og tilkynningar frá Umhverfis- og skipulagssviði.

Ágætu íbúar

Talningu er lokið í sveitarstjórnarkosningunum í sveitarfélaginu þann 14. Maí 2022.

Á kjörskrá voru 86 og 67 kusu eða 77,9%

Aðalmenn voru kjönir:

Herdís Þórðardóttir 42 atkv.

Verónika Sigurvinsdóttir 37 atkv

Valgarð S. Halldórsson 36 atkv

Gísli Guðmundsson 28 atkv

Sigurbjörg Ottesen 27 atkv

Varamenn:

Þröstur aðalbjarnarson 25 atkv

Sonja Karen Marinósdóttir 26 atkv

Guðbjörg Gunnarsdóttir 15 atkv

Áslaug Sigvaldadóttir 15 atkv

Katharina Kotschote 13 atkv

Í skoðanakönnun sem framkvæmd var jafnframt sveitarstjórnarkosningunum greiddu 58 einstaklingar atkvæði

Auðir 2 atkv

Ógildir 3 atkv

Vafaatkvæði 4 atkv

Borgarbyggð 8 atkv

Stykkishólmur/Helgafellssveit/Grundarfjörður 4 atkv

Stykkishólmur/Helgafellssveit 9 atkv

Allt Snæfellsnes 28 atkv

Með kveðju f.h. Kjörstjórnar

Valgarð S. Halldórsson

Kjörfundur í Eyja- og Miklaholtshreppi, laugardaginn 14. maí 2022.

Kjörskrá liggur frammi til skoðunar hjá oddvita fram að kjördegi.  Um óhlutbundnar kosningar er að ræða (persónukjör).  Kjósendur hafi meðferðis persónuskilríki með mynd.

Kosið verður í Íþróttahúsinu í Laugargerðisskóla, kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 18:00.  Talning atkvæða fer fram á sama stað og hefst kl. 20:00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram að þeim tíma er að Þverá, milli kl. 12,00 – 13,00.

Jafnhliða sveitarstjórnarkosningunum mun fara fram skoðanakönnun meðal íbúa um hug þeirra til sameiningar sveitarfélaga samkvæmt samþykkt í sveitarstjórn þann 28. apríl sl.  Spurt verður:

Ef ný sveitarstjórn tekur upp sameiningaviðræður við nágrannasveitarfélag, hvaða sameiningu viltu þá að sveitarstjórnin leggi áherslu á ?

□ Allt Snæfellsnes

□ Stykkishólmsbæ / Helgafellssveit / Grundarfjörður

□ Stykkishólmsbæ / Helgafellssveit

□ Borgarbyggð

Kjörstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps

Halldór Jónsson, formaður

Verónika Sigurvinsdóttir

Valgarð S. Halldórsson

Ágætu íbúar.

Nýverið tók sveitarstjórn þá ákvörðun að samhliða sveitarstjórnarkosningunum myndi  vera gerð skoðunarkönnun meðal íbúa um hver vilji íbúa væri ef til sameiningaviðræðna kæmi við önnur sveitarfélög. Þetta virkar þannig að þið setjið einn kross á seðilinn, í reitinn fyrir framan nafnið sem þið mynduð vilja sjá gerast. Vona að þið sjáið ykkur fært að taka þátt í þessari könnun.

Kjörseðill vegna sveitarstjórnarkosninganna er einnig hér en eins og þið þekkið á að setja 5 aðalmenn og 5 til vara. Ég hef fengið fyrirspurnir um það hvort það ógildi seðilinn ef það eru ekki 10 nöfn á honum t.d. eitt nafn eða 7. Þetta virkar þannig að þó þið setið eitt upp í 10 þá  gildir það, sem sagt ef 1 nafn er á seðlinum er hann gildur.

10. maí 2022

Ekkert Kjartansson

oddviti

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar þriðjudaginn 10. maí 2022 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá

  1. Endurskoðunarskýrsla EM vegna 2021
  2. Ársreikningur Eyja og Miklaholtshrepps vegna 2021 seinni umræða
  3. Málefni HEM.
  4. Hreinsunarátak í sumar / gámar.
  5. Bréf dagsett 5. Maí 2022 og varðar viðauka við fjárhagsáætlanir til samræmis við núgildandi reglur og lög sem sent var til allra sveitarfélaga.
  6. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um fyrirkomulag sveitarstjórnarskólans sem opnað verður fyrir að loknum kosningum 16 máí næstkomandi.

8. maí 2022

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Eldri fréttir