Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 5. maí 2021 að Breiðabliki  kl. 20:30.

Dagskrá

1.       Endurskoðunarskýrsla Eyja og Miklaholtshrepps  vegna 2020.

2.       Ársreikningar Eyja og Miklaholtshrepps vegna 2020 fyrri umræða.

3.       Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags.

4.       Erindi frá Jóni og Herdísi í Kolviðarnesi og varðar ósk þeirra um að hreppsnefnd kanni vilja íbúa sveitarfélagsins til sameiningar sveitarfélaga og þá hvert.

5.       Erindi og fyrirspurnir frá Eyrúnu og varðar sameiningarmál sveitarfélaga og fl.

6.       Eftirlitsskýrsla vegna Laugargerðisskóla leik og grunnskóli dagsett 12. apríl 2021 frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

7.       Fundargerð 115 fundur stjórnar FSS frá 26. febrúar 2021.

8.       Fundargerð 116 fundar FSS sem haldinn var 31. mars 2021.

9.       Bréf frá Samgöngu og Sveitarstjórnarráðuneytinu frá 13. apríl 2021 og varðar fjármál sveitarfélaga.

10.   159 fundur stjórnar SSV – fundargerð.

11.   160 fundur stjórnar SSV – fundargerð.

12.   896 fundaregerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

13.   Málefni Laugargerðisskóla. Fært í trúnaðarbók.

3. maí 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum

Fundargerð 4. fundar er komin inn hérna.

Hvað hefur sveitarstjórn gert fyrir barnafólk

 • Sveitarstjórn hefur verið umhugað um að gera vel við þær barnafjölskyldur sem eru með börnin í Laugargerðisskóla með t.d. lágum gjöldum og styrkjum.
 • Sveitarfélagið hefur styrkt foreldrafélag Laugargerðisskóla um kr. 200.000,- á ári síðustu tvö ár.
 • Á síðasta ári styrkti sveitarfélagið einnig við íþróttafélagið IM um 600.000,- til að hægt væri að koma félagsstarfinu þar á skrið.
 • Okkur hefur þótt vænt um að fá börnin í leikskólann hjá okkur og höfum við ávalt verið með leikskólagjöldin lá og eingöngu greitt fyrir eitt barn á hvert heimili um kr. 14.000,- á mánuði.
 • Við höfum einnig verið með fæðisgjöld fyrir börn og fullorðna í skólanum eins lá og frekast er unnt. Eingöngu er innheimtur kostnaður af innkaupum fyrir mötuneytið.
 • Það var skrítið ár 2020 en til að koma til móts við það álag sem var á fólki vegna Covid-19 ákvað hreppsnefnd að fella niður gjöld vegna fæðis frá mars til loka skólaársins 2019 – 2020 fyrir börn í leikskóla og grunnskóla. Starfsmönnum var heldur ekki gert að greiða fæðið á þessum tíma. Við töldum að með þessu værum við að gera vel við barnafjölskyldur í okkar samfélagi. Efniskostnaður ársins 2020 varð um kr. 900.000,- meiri en það sem innheimt var fyrir fæði í skólanum.

Ekki hefur tekist samstaða um endurskipulagningu

 • Skólinn okkar, Laugargerðisskóli, er orðinn yfir 50 ára gamall og hefur alltaf skipað mikilvægan sess í sveitarfélaginu.
 • Þegar mest var voru um 120 börn í skólanum. Börnum hefur þó fækkað mikið undanfarin ár í skólanum. Úr Eyja- og Miklaholtshreppi eru núna 10 börn í skóla frá sex heimilum. Þar af eru sex börn frá þremur heimilum sveitarstjórnamanna þrjú börn frá tveimur heimilum starfsmanna skólans. Í gegnum tíðina höfum við líka veitt börnum úr Kolbeinstaðahreppi skólavist.
 • Þrátt fyrir fækkun nemenda hefur rekstrarkostnaður skólans aukist síðustu ár. Því er brýnt að sýna mikið aðhald við rekstur skólans. Í því skyni verður að ríkja samstaða og traust milli sveitarstjórnar og starfsmanna skólans. Því miður hefur slíkt samstaða um aðhald í rekstri ekki tekist. Nú er svo komið að ágreiningur um rekstur og fjárhagsstöðu skólans hefur leitt til verulegra samstarfsörðugleika á milli oddvita og skólastjóra Laugargerðisskóla. Ríkur sáttavilji oddvita og sveitarstjórnar auk aðkomu fagaðila við sáttamiðlun hefur til þessa reynst árangurslaus.

.

Viðhaldsmál – skóli

 • Á undanförnum árum hefur sveitarstjórn staðið í umfangsmiklum viðhaldsframkvæmdum á húsnæði Laugargerðisskóla samhliða undirbúningi að uppbyggingu á svæðinu m.a. með því að deiliskipuleggja íbúðarbyggð á svæðinu og er þeirri vinnu lokið.
 • Markmið sveitarstjórnar var að halda áfram viðhaldsframkvæmdum við skólann í ár með myndanlegum hætti. Gert var ráð fyrir að verja um 20 milljónum króna í framkvæmdirnar. Framkvæmdir hafa dregist m.a. vegna áhrifa af völdum Covid-19, en ekki er hægt að hafa iðnaðarmenn í húsinu á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi.
 • Í viðhaldsframkvæmdunum hafa m.a. falist mælingar á hugsanlegri myglu í skólahúsinu, sem var í höndum verkfræðistofunnar Verkís. Mælingar Verkís komu ekki illa út þó svo að ábendingar hafi komið fram sem þarf að vinna að.
 • Sveitarstjórn tekur hins vegar alvarlega allar ábendingar frá starfsfólki og ef það staðfestir veikindi sem rekja má til myglu er sveitarstjórn búin að fá inni fyrir nemendurna í Lýsuhólsskóla í Snæfellsbæ til loka skólaárs. Nágrannar okkar í Snæfellsbæ tóku beiðni um aðstoð vel og eru þeim færðar bestu þakkir vegna þessa.

Um fjármálin.

 • Skólinn er langstærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins og brýn þörf er á aðhaldi í rekstri.
 • Í byrjun árs óskaði sveitarstjórn eftir því að KPMG skoðaði þætti í rekstri sveitarfélagsins, þar með talið rekstur skólans. Ítarlega var farið yfir þróun mála árin 2015 til 2020. Til samanburðar var kostnaður við rekstur skólans 58 milljónir árið 2015 en 91 milljónir 2020. Laun og launatengd gjöld námu 56 milljónum króna árið 2015 en 83 milljónum árið 2020. Á þessum árum fækkaði börnum verulega en þrátt fyrir það voru 10 stöðugildi í skólanum árið 2015 en 11 árið 2020. Ekki verður betur séð en að þessi þróun sé langt umfram kjarasamninga og vísitölur.
 • Í byrjun febrúar ákvað skólastóri að ráða tvo starfsmenn inn í skólann. Þetta leiðir hæglega til kostnaðar upp á 12 til 15 milljónir á ári. Jafnframt var heimasíða skólans felld niður og hún er í vinnslu. Ekki var gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun.
 • Gert er ráð fyrir að skatttekjur sveitarfélagsins verði samtals um 118 milljónir króna árið 2021 og að heildartekjur verði 155 milljónir króna. Á sama tíma er gert ráð fyrir að kostnaður við rekstur skólans verði hærri en 100 milljónir króna. Sveitarfélagið mun ekki geta staðið undir kostnaði sem þessum og útilokað verður að ná jöfnuði í rekstri sveitarfélagsins á næstu árum. Það væri óábyrgt af sveitarstjórn að fara ekki í aðgerðir strax til að taka í taumanna.

14. apríl 2021

Sveitarstjórn Eyja og Miklaholtshrepps

Hér með er boðað til aukahreppsnefndarfundar 13. apríl 2021 að Breiðabliki  kl. 11:00.

Dagskrá

1.       Bréf frá Katínu Gísladóttur þar sem hún óskar eftir að taka aftur sæti í hreppsnefnd

2.       Bréf frá Veróniku Sigurvinsdóttur þar sem hún biður um leyfi til að víkja sæti í Fræðslu og skólanefnd.

3.       Verklagsreglur um öryggisbresti í persónuvernd.

4.       Tölvupóstur frá sveitarstjórnarráðuneytinu með beiðni um umsókn vegna kvörtunar til ráðuneytisins og varðar gjaldskrá sveitarfélagsins

5.       Viðhald Laugargerðisskóla.

6.       Málefni Laugargerðisskóla.

12. apríl 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Fundargerð 3. fundar hreppsnefndar er komin inn hérna.

Eldri fréttir