Nýjustu fundargerðir hreppsnefndar eru hérna og nýjasta fundargerð fræðslunefndar er hér.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar þriðjudaginn 3. Maí 2022 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá

  1. Niðurfærslur á kröfum, lagt til að liðurinn verði færður í trúnaðarbók.
  2. Ársreikningur EM fyrri umræða.
  3. Sorptunnuskýli við Laugargerðisskóla
  4. Skipulags og byggingarmál í sveitarfélaginu.

1. maí 2022

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar þriðjudaginn 26. apríl 2022 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá

  1. Frávik frá fjárhagsáætlun.
  2. Farið yfir það álit sem þarf að vinna upp um stöðu og getu sveitarfélagsins til  þess að sinna lögbundnum verkefnum og skila inn til sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir 14. maí 2023.
  3. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem fara fram  14. maí 2022 lögð fram til staðfestingar.
  4. Erindi frá Herdísi Þórðardóttur vegna sorpskýla við Laugargerðisskóla.
  5. Erindi frá Gísla, Herdísi og Halldór dagsett 3.  mars 2022.
  6. Fundargerð Fræðslu og skólanefndar frá 24. apríl 2022.

24. apríl 2022

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar sem haldnar verða þann 14. maí 2022 liggur frammi til skoðunar á skrifstofu Eyja og Miklaholtshrepps að Hofsstöðum.

Sælir ágætu íbúar.

Hef setið lengi í sveitarstjórn í Eyja og Miklaholtshrepp en fyrir hverjar kosningar fer hugurinn yfir áframhaldið. Fyrir 4 árum ákvað ég að ef þið mynduð kjósa mig í hreppsnefnd þá myndi ég láta gott heita í lok þessa kjörtímabils. Mun ég því ekki gefa kost á mér til endurkjörs í hreppsnefnd 14. maí næstkomandi fyrir næsta kjörtímabil.

Virðingarfyllst,

Eggert Kjartansson Hofsstöðum.

Með kveðju,

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum

342 Stykkishólmur

8652400

Eldri fréttir