Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 17. október 2019 að Breiðabliki  kl. 20:30.

Dagskrá:

1.       Viðhaldsmál í Laugargerðisskóla.

·         Þak á íþróttahúsi.

·         Þak á herbergisálmu.

2.       Staðgreiðsluáætlun fyrir árin 2019 og 2020

3.       Uppgjör útsvars 2019

4.       Fjárhagsáætlun EM fyrir 2020 fyrri umræða.

5.       Erindi frá Ingveldi Eiríksdóttur dagsett 10.10.2019 og varðar breytingu á póstnúmeri.

6.       Tilboð frá Alta í að gera deiliskipulag vegna Laugargerðisskóla

7.       Umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistigar í flokki II frá Festi ehf að Eiðhúsum.

8.       Beiðni um að harpa möl við Holtsenda.

9.       Fundargerð 874. Fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10.   Fundargerð 147 fundar stjórnar SSV

15. október 2019

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Ingvar hefur skilað af sér fundargerð íbúafundar sem haldinn var í skólanum. Hana má lesa hérna.

Nýjasta fundargerð fjallskilanefndar er komin inn hérna og einnig er komin inn ný gjaldskrá fyrir Laugargerðisskóla hérna

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 12. september 2019 að Breiðabliki  kl. 20:30 að Breiðabliki.

Dagskrá:

1.       Rekstrarstaða Eyja og Miklaholtshrepps eftir 6 mánuði.

2.       Laugargerðisskóli – viðhald eigna. Lögð fram tilboð í að setja dúk, pappa og þak á herbergisálmuna.

3.       Laugargerðisskóli – þak á íþróttahúsi

4.       Gjaldskrá vegna Laugargerðisskóla veturinn 2019-2020

5.       Bréf frá Borgarbyggð dagsett 23. ágúst 2019 þar sem samningi um brunavarnir milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps er sagt upp en jafnframt kemur fram að Borgarbyggð er tilbúið til viðræðna um endurskoðun fyrgreinds samnings.

6.       Tölvupóstur frá Ólöfu Eyjólfsdóttur dagsettur 6. september 2019 og varðar beiðni viðkomandi til hreppsnefndar að hún leiti úrlausnar vegna ágangs sauðfjár í kringum starfsemi hótel og íbúðarhús á vegamótasvæðinu.

7.       Bréf SSV dagsett 2. September 2019, varðandi haustþing SSV

8.       Bréf frá eigendum nokkra jarða á Mýrum, dagsett. 26. ágúst 2019, varðandi fjölgun meindýra vegna kvóta á veiðum og urðunarsvæðisins í Fíflholtum.

9.       Fundargerð fjallskilanefndar frá 2. september 2019 ásamt fjallskilaseðil.

10.   145. Fundargerð stjórnar SSV frá 10. maí 2019.

11.   146. Fundargerð stjórnar SSV frá 12. maí 2019

12.   95. Fundargerð Sorpurðunar Vesturlands frá 3. mars 2019

13.   96. Fundargerð Sorpurðunar Vesturlands frá 19. júní 2019

10. september 2019

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Eldri fréttir