Jörðin liggur sunnan Laxár en austan Straumfjarðarár og á merki móti Litlu-Þúfu, Miklaholti og Skógarnesi að austan og sunnan. Landið er að mestu flatt mýrlendi. Nokkrir valllendismóar eru meðfram Laxá. Landið er stórt og þótti gott vetrarbeitarland fyrir sauðfé meðan treyst var á vetrarbeit. Laxveiði er í Straumfjarðará og Laxá. Lítið sumarhús er við Laxá notað af veiðimönnum

Heimildir

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 311

Ábúendur: 

Í eyði

Eigandi Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson