Hofstaðaskógur

Hofstaðaskógur er í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Fyrstu skógarplönturnar voru gróðursettar þar árið 1956.

Hjónin á Hofstöðum, Eggert Kjartansson og Sigríður Þórðardóttir gáfu Heiðsynningu sem var nýstofnað skóræktarfélag 12,5 ha spildu af landi Hofstaðar til ræktunar.

Trjágróður hefur dafnað vonum framar, einkum barrtrén. Nokkur hluti landsins er votlendi og mýri og uppi á ásnum eru enn ógrónir melar.

Skógurinn er nú opinn skógur og hefur aðstaða verið bætt til muna, góðir stígar lagðir og settir upp bekkir og upplýsingakort. Útsýni til Snæfellsjökuls er frábært á góðum dögum.

Heimildir

(Vegahandbókin. 2010:540)