Miðhraunsrétt

Miðhraunsrétt var lögskilarétt fyrir Miklaholtshrepp. Rústir eldri lögskilaréttar eru í landi Hjarðarfells.

Réttin stendur í vesturjaðri Miðhrauns. Hún er byggð úr hraungrjóti nema dilkar 16 og 17 sem eru að hluta til úr torfi.

Réttað var í Miðhraunsrétt til 1956 þegar Langholtsrétt var tekin í notkun.

Miðhraunsrétt er um 1.755 fermetrar.

Teikning unnin af Ásgeiri Gunnari Jónssyni, Þverá

Smelltu á fyrirsögn undir mynd til að fá myndina sem pdf skjal.