Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 28. maí 2020 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá:

1.       Ársreikningur Eyja og Miklaholtshrepps vegna 2019 fyrri umræða.

2.       Deiliskipulag vegna umhverfis Laugargerðisskóla.

3.       Stuðningur við ÍM vegna fyrirhugaðs starfs í sumar.

4.       Bréf EFS dagsett 14. maí 2020 og varðar viðbrögð við covid 19.

5.       Samningur um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

6.       Samningur við umhverfisstofnunvegna refaveiða.

7.       Fundarboð á aðalfundi SSV, Sorpurðunar Vesturlands og aðalfund Heilbrigðisnefnar Vesturlands sem fram fara 15. júní 2020 að Hótel Hamri.

8.       Fundarboð á aðalfund Brákarhlíðar sem fram fer 4. júní 2020

9.       Fundarboð á arsfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fer 12. júní 2020

10.   151 fundargerð stjórnar SSV

11.   152 fundargerð stjórnar SSV

12.   153 fundargerð stjórnar SSV

13.   Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands frá 26. Febrúar 2020

14.   Fundargerðir 882, 883 og 884 sambands íslenskra sveitarfélags.

15.    

26. maí 2020

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Laugargerðisskóli, Snæfellsnesi auglýsir eftir starfsfólki

·         Við óskum eftir:

o   Mátráði til að sinna mötuneyti skólans. Um er að ræða 85% starf. Hlutverk matráðar er m.a. að bjóða upp á næringarríkt og hollt fæði á skólatíma í samræmi við manneldismarkmið. Sjá um aðföng, þrif á eldhúsi og matsal, útbúa matseðla og stýra starfsemi eldhússins í samráði við skólastjóra.  

Við óskum eftir samstarfsliprum einstaklingi hvort heldur sem er karli eða konu. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á því að vinna með fólki á öllum aldri og hafa ánægju af samskiptum við börn og unglinga.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 13. ágúst 2020.

o   Íþróttakennara um er að ræða 9 kennslustundir, við komandi þarf að hafa réttindi baðvarða.

o   Afleysingakennara í 6 mánuði frá miðjum ágúst til miðs febrúar 2021. Um er að ræða um 50% stöðu umsjónarkennara yngri deildar skólans.

Starfsfólk skólans sinnir bæði starfi og eða  kennslu í leik – og grunnskóladeild.

·         Við leikskóladeild Laugargerðisskóla óskum við eftir:

o   Deildarstjóra í  80 – 100% starf.

o   Leikskólakennara í 100% starf.

o   Starfsmanni á leikskóla 40% starf.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingveldur Eiríksdóttir í síma 7686600, 4356600 og í tölvupósti, skolastjori hja laugargerdisskoli.is

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn til skólastjóra á rafrænu formi með upplýsingum um náms- og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 22.05.2020. 

Laugargerði 6. maí 2020

Ingveldur Eiríksdóttir, skólastjóri