Ágætu sveitungar!
Nú stendur fyrra hreinsunarátak hreppsins, þetta sumarið, yfir og sorpgámar eru á Holtsenda og við Núpá og munu vera þar til 16. þessa mánaðar.
Um er að ræða sorpgáma undir timbur, járn og almennt sorp, auk þess sem að spilliefnakar er á hvorum stað.
Vinsamlegast gengið vel um svæðin og látið vita ef að þörf er á losun á gámum.
Sigurbjörg Ottesen, oddviti