Þann 1. ágúst n.k. tekur nýr þjónustuaðili við sorphirðu í sveitarfélaginu en samið hefur verið við Íslenska gámafélagið. Á sama tíma verða breytingar á sorphirðukerfi og flokkun sorps, sbr. innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Þá verður hætt að sækja lífrænt sorp til íbúa á sama tíma en íbúum verða útvegaðar jarðgerðartunnur og bætt verður við þriðju tunnunni, 360 lítra tunnu, fyrir plast.

Ef einhverjir íbúar sjá ekki fram á að þurfa jarðgerðartunnu og eru með ráðstafanir nú þegar fyrir sitt lífræna sorp, þá má afþakka jarðgerðartunnuna.  Ef einhversstaðar eru ónothæfar tunnur þá má endilega setja sig í samband við oddvita (oddviti@eyjaogmikla.is) og óska eftir að fá nýjar tunnur sendar.

Eftir 1. ágúst n.k. verður flokkunin eftirfarandi:

Almennt sorp í 240 lítra tunnu, tæmt á 4 vikna fresti.

Plast í 360 lítra tunnu, tæmt á 8 vikna fresti.

Pappír í 660 lítra tunnu, tæmt á 8 vikna fresti.

Frekara kynningarefni verður sent á næstu dögum til íbúa og sett á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sigurbjörg Ottesen, oddviti.