Nú í vikunni mun Íslenska Gámafélagið dreifa til íbúa nýjum 360 ltr. ílátum fyrir plast og jarðgerðaríláti fyrir lífrænt sorp (matarleifar), ásamt því að merkja upp eldri ílát. Að því loknu verðu hætt að sækja til íbúa lífrænt sorp og flokkun sorps verður skv. innleiðingu hringrásarhagkerfisins.

Losun er fyrirhuguð á eftirfarandi máta:

Almennt sorp í 240 lítra tunnu, tæmt á 4 vikna fresti.

Plast í 360 lítra tunnu, tæmt á 8 vikna fresti.

Pappír í 660 lítra tunnu, tæmt á 8 vikna fresti.

Meðfylgjandi er kynningabæklingur um nýtt samræmt flokkunarkerfi, ásamt sorphirðudagatali fyrir það sem eftir er árs, 2024.

Vinsamlegast gangið vel frá tunnunum fyrir veturinn og tryggjum sorphirðuaðila gott aðgengi að tunnunum.

Sigurbjörg Ottesen, oddviti.