Hreinsunardagar sveitarfélagsins eru hafnir. Gámar eru komnir að Núpá og við Holtsenda og munu verða þar til 14. ágúst n.k. Á svæðunum eru gámar fyrir timbur, járn og almennt sorp, ásamt körum fyrir spilliefni.

Vinsamlegast gangið vel um svæðin, látið vita ef að gámar eru að fyllast og síðast en ekki síst, flokkum rétt.

Sigurbjörg Ottesen, oddviti.