Samningar um skólaþjónustu

Í febrúarmánuði óskaði sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps eftir formlegum viðræðum við Sveitarfélagið Stykkishólm um að veita börnum með lögheimili í Eyja- og Miklaholtshreppi skólaþjónustu, þ.e. leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla, í ljósi þess að til stæði að loka Laugagerðisskóla sökum þess hve þungur rekstrarkostnaður væri.

Í gær, 10. maí 2023, voru samningarnir svo undirritaðir og fylgja þeir hér með og verða aðgengilegir á heimasíðu sveitarfélagsins.

Um er að ræða fjóra samninga en sérstakur samningur er gerður fyrir hverja skólastofnun, þ.e.a.s. einn fyrir grunnskóla, einn fyrir leikskóla og einn fyrir tónlistarskóla. Þar að auki er einn yfirsamningur sem rammar hina þrjá inn og er m.a. sérstaklega ætlaður til að jafna stöðu barna í Eyja- og Miklaholtshreppi við börn sem búa í Sveitarfélaginu Stykkishólmi með tilliti til íþrótta- og tómstundastarfs.

Samkvæmt yfirsamningnum tekur Sveitarfélagið Stykkishólmur að sér að þjónusta íbúa með lögheimili í Eyja- og Miklaholtshreppi um leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla. Þá tekur samningurinn jafnframt til íþrótta- og tómstundarstarfs barna og unglinga að því marki sem það snýr að þjónustu Sveitarfélagsins Stykkishólms. Samningurinn tryggir þannig börnum og unglingum í Eyja- og Miklaholtshrepp m.a. aðgang að félagsstarfi unglinga, íþróttaskóla og frístund.

Samningarnir taka gildi 1. ágúst 2023.

Þar með er ljóst að Eyja- og Miklaholtshreppur mun hætta rekstri Laugargerðisskóla nú í lok yfirstandandi skólaárs.

Sigurbjörg Ottesen, oddviti

Tengill á samningana:

Yfirsamningur, grunnskóli, leikskóli, tónlistarskóli.

Sveitarstjórnarfundur 11. maí 2023

Hér með er boðað til sveitarstjórnarfundar fimmtudaginn 11. maí 2023 að Breiðabliki kl. 17:00.

Dagskrá:

 1. Ársreikningur 2022, seinni umræða.
 2. Erindi frá Eggerti Kjartanssyni f.h. óstofnaðs ehf. Drög að þjónustusamningi vegna Laugargerðisskóla og drög að húsaleigusamningi um atvinnuhúsnæði.
 3. Leigumál.

9. maí 2023

Sigurbjörg Ottesen

Hjarðarfelli

Sveitarstjórnarfundur 3.maí

Hér með er boðað til sveitarstjórnarfundar miðvikudaginn 3. maí 2023 að Breiðabliki kl. 17:00.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2022, fyrri umræða.

2. Sauðfjárveikivarnir.

3. Samningur vegna skólamála.

4. Minnisblað frá SSV vegna fræðsluferðar.

1. maí 2023

Sigurbjörg Ottesen

Hjarðarfelli

Sveitarstjórnarfundur

Sveitarstjórnarfundur sem vera átti 11. apríl verður föstudaginn 14. apríl kl. 21:00

Dagskrá:

 1. Svar frá Sveitarfélaginu Stykkishólmi við erindi frá Eyja- og Miklaholthrepps, varðandi leik- og grunnskólamál.
 2. Hreinsunarátak 2023.
 3. Umsókn um stöðuleyfi fyrir matarvagn á Breiðabliki, f.h. Helix slf., fyrir sumarið 2023.
 4. Tilboð í fasteignir við Laugargerðisskóla til Eyja- og Miklaholtshrepps fyrir hönd foreldra barna við Laugargerðisskóla og óstofnaðs ehf., ásamt tilboði í rekstur opins skóla.
 5. Ráðstöfun dýraleifa. Minnisblað frá Stefáni Gíslasyni, Environice, unnið fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
 6. Fundargerð 202. fundar Félagasmálanefndar Snæfellinga, 14. mars 2023.
 7. Fundargerð 180. Fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, 15. mars 2023.
 8. Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, 22. mars 2023.

Fundi frestað

Sveitarstjórnarfundi sem að halda átti í dag, þriðjudaginn 11. apríl 2023 kl. 17, er frestað vegna óviðráðanlegra orsaka.