Fundargerð 10. fundar hreppsnefndar 2022 er komin inn hérna.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 14. júlí 2022 að Breiðabliki kl. 17:00

Dagskrá:

 1. Gjaldskrá mötuneytis Laugargerðisskóla
 2. Niðurstaða Mennta- og barnamáluráðuneytisins vegna meintrar ólöglegrar gjaldheimtu á fæðisgjöldum í mötuneyti Laugargerðisskóla, dagsett 10.6.2022.
 3. Leikskólamál.
 4. Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna félagsheimilisins á Breiðabliki, dagsett 12.7.2022.
 5. Skýrsla fyrir aðalskoðun á leiksvæði við Laugargerðisskóla, dagsett 1.7.2022.
 6. Skipun fulltrúa hreppsins á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 7. Erindi frá Áfangastaða- og markaðssviði SSV, dagsett 30. júní. 2022.
 8. Erindi frá Umhverfisstofnun, dagsett 30. júní 2022.
 9. Fundargerð 910. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 10. Fundargerð 911. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 11. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, ársreikningur 2021.

12. júlí 2022

Sigurbjörg Ottesen

Hjarðarfelli

Ágætu íbúar,

Undirrituð er að taka saman nýjan netfangalista svo koma megi tilkynningum og öðru sem að við á, til íbúa hreppsins og land- og sumarhúsaeigenda. Hvet ég ykkur til að senda tölvupóst á netfangið: oddviti@eyjaogmikla.is ef þið kjósið vera með ykkar netfang skráð á þann lista.

Eins og þið hafið eflaust orðið vör við þá hefur sorp ekki verið sótt og við komin viku á eftir áætlun skv. sorphirðudagatali hreppsins. Orsakast þetta af veikindum starfsfólks Terra og bilun í bíl fyrirtækisins. Til stendur að sorpið verði sótt á morgun, þriðjudaginn 5. júlí.

Sigurbjörg Ottesen, oddviti

Sorpgámar eru komnir á Holtsenda og við Núpá og munu verða þar til 18. þessa mánaðar.

Um er að ræða sorpgáma undir timbur, járn og almennt sorp. Vinsamlegast gangið vel um svæðin og látið undirritaða vita ef að þörf er á losun á gámum.

Gámarnir koma svo aftur 15.-29. ágúst og verður sett inn tilkynning um það þegar þar að kemur.

4. júlí 2022

Sigurbjörg Ottesen, oddviti

Fuyndargerð 9. fundar hreppsnefnar er komin inn hérna.

Eldri fréttir