Ágætu íbúar Eyja og Miklaholtshrepps

Þar sem enginn listi kom fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. Maí 2022 mun verða óhlutbundinn kosning (persónukjör) í sveitarfélaginu.

Eftirtaldir aðilar hafa óskað eftir að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórn; Atli Sveinn Svansson, Dalsmynni og Halldór Kristján Jónsson, Þverá

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 15. Apríl 2022.

Kosið verður í Íþróttahúsinu í Laugargerðisskóla.

Kveða,

Kjörstjórn

Halldór Kr. Jónsson

Verónika Sigurvinsdóttir

Valgarð S. Halldórsson

Nýjustu fundargerðir hreppsnefndar eru komnar inn hérna.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 10. mars 2022 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá

 1. Málefni Hitaveitu Eyja og Miklaholtshrepps.
 2. Drög að leigusamningi vegna tjaldsvæða við Laugargerðisskóla.
 3. Drög að gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa af lögbýlum.
 4. Hálkuvörn á afleggjurum í samfélaginu.
 5. Erindi frá Gísla, Herdísi og Halldór dagsett 3.  mars 2022.
 6. Fundargerð 166 fundar stjórnar SSV frá 26. janúar 2022.
 7. 173 fundargerð Heilbrigðsnefndar Vesturlands frá 17. janúar 2022.
 8. 174 fundargerð Heilbrigðsnefndar Vesturlands frá 8. febrúar 2022.
 9. Bréf dagsett 21. Febrúar 2022 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga/ sent til allra sveitarfélaga í landinu.
 10. Fundarboð á aðalfund SSV sem haldin veðrur 16. mars 2022
 11. 125 fundur stjórnar FSS , fundargerð frá 10. febrúar 2022
 12. 906 fundargerð sambandsins frá 4. febrúar 2022
 13. 907 fundargerð sambandsins frá 25. febrúar 2022

8. mars 2022

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Eldri fréttir