Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 30. mars 2021 að Breiðabliki  kl. 10:00.

Dagskrá

 1. Samantekt KPMG vegna þróunar kostnaðar við Laugargerðiskóla 2015 til 2020
 2. Farið yfir hluta af fjárhagsáætlun Eyja og Miklaholtshrepps
 3. Erindi frá skólanefnd dagsdett 25. febrúar ásamt ályktun, lagt til að fundi verði lokað og málið fært í trúnaðarbók.
 4. Tillaga frá Gísla Guðmundssyni og varðar skoðun á hlutverki og framtíð Laugargerðisskóla og framtíðar uppbyggingu í kringum hann.
 5. Erindi frá Gísla Guðmundssyni með beiðni um upplýsingar.
 6. Bréf dagsett 2. Mars 2021 frá Samgöngu og Sveitarstjórnarráðuneytinu og varðar beiðni Gísla Guðmundssonar um upplýsingar.
 7. Erindi frá Fræðslu og skólanefnd dagsett 25. febrúar og varðar varamenn í nefndina.
 8. Fyrirspurn vegna leigu á tjaldsvæði við Laugargerðisskóla.
 9. Breiðablik – kostnaður við snjóbræðslu.
 10. Samningur við Vinnuvernd ehf um þjónustu vegna trúnaðarlæknis.
 11. Samningur um samstarf um embætti skipulags og byggingarfulltrúa milli 4 sveitarfélags.
 12. Umsögn vegna breytingu á rekstrarleyfi LG-REK-011769 til reksturs gististaðar í flokki IV frá Félagsbúinu Miðhraun II
 13. Fundargerð frakvæmdastjórnar Byggðarsamlags Snæfellinga frá 12. Mars 2021

28. mars 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Vegna forfalla vantar okkur starfsmann í Laugargerðisskóla frá 6. apríl til skólaloka. Um er að ræða 60% starf stuðningsfulltrúa í yngri deild í apríl að viðbættu 40% starfi á leikskóladeild frá 1.maí til skólaloka 9. júní. Við leitum eftir áhugasömum starfskrafti sem finnst gaman að vinna með börnum. Nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma 8973605

Hérna er fundargerð 2. fundar hreppsnefndar. Þá er staðfest, rétt gjaldskrá Laugargerðisskóla hér.

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar 14. febrúar 2021 að Breiðabliki  kl. 20:00.

Dagskrá

 1. Farið yfir gjaldskrá vegna Laugargerðisskóla vegna 2021
 2. Fyrirspurn frá Jóni Oddsyni og varðar sameiningarmál sveitarfélaga og hvort unnið hafi verið að slíku eða standi til af hálfu hreppsnefndar Eyja og Miklaholtshrepps.
 3. Skipulags og byggingarmál í Eyja og Miklaholtshrepp / samstarf við önnur sveitarfélög.
 4. Deiliskipulög sem verið hafa í auglýsingu.
 5. Fundargerð 112 fundar stjórnar FSS frá 26. Jan
 6. 894 fundur stjórnar sambandsins, fundargerð
 7. Fundarboð á landsþing sambandsins 26. Mars
 8. Refa og minkaveiðar í sveitarfélaginu. 

12. febrúar 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Fundargerð 1. fundar 2021 hjá hreppsnefnd er komin inn hérna. Þá eru nýjustu fundargerðir skóla- og fræðslunefnd komnar inn hér.

Eldri fréttir