um deiliskipulag í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Tengivirki við Vegamót.

Deiliskipulagssvæðið er í eigu Landsnets og Rarik og er um 1,0 ha að stærð. Svæðið er afgirt og er aðkoma að því frá Snæfellsnesvegi. Innan svæðisins eru tengivirki, spennistöð og línumöstur auk stjórnbyggingar og fjarskiptamasturs Neyðarlínunnar. Framkvæmdin felst í niðurrifi núverandi tengivirkis en í þess stað kemur yfirbyggt tengivirki í nýju stöðvarhúsi.

Tillagan eru í samræmi við aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2018-2038 og  markmið Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Framkvæmdin er á framkvæmdaáætlun Landsnets 2020-2022 en samkvæmt henni hefjast framkvæmdir á fyrsta ársfjórðungi 2022. Tillagan er ekki háð umhverfismati skv. lögum nr. 111/2021. Skipulagslýsing var kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í byrjun árs 2021. Tillagan var samþykkt af sveitarstjórn 21. október s.l. og er nú auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga og send til umsagnaraðila.

Tillagan verður auglýst í Skessuhorni og Lögbirtingarblaðinu og verður til sýnis á heimasíðu sveitarfélagsins www.eyjaogmikla.is og á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 4. janúar 2021 og skulu þær sendar á netfangið skipulag.eyjaogmikla@gmail.com.

Breiðablik, 18. nóvember 2021.

Kristín Þorleifsdóttir, skipulagsfulltrúi Eyja- og Miklaholtshrepps

Hér með er boðað til hreppsnefndarfundar fimmtudaginn 18. nóvember 2021 að Breiðabliki  kl. 20.00

Dagskrá

1.       Forsendur fyrir fjárhagsáætlun.

2.       Fjárhagsáætlun vegna Eyja og Miklaholtshrepp seinni umræða.

3.       Þriggja ára áætlun fyrir Eyja Miklaholtshrepp, fyrri umræða.

4.       123. Fundur stjórnar FSS, fundargerð frá 27.10.2021

5.       Ábyrgð á veðsetningu í tekjum Eyja og Miklaholtshrepps til tryggingar ábyrgð af láni til Félags og skólaþjónustu Snæfellinga frá Lánasjóði sveitarfélaga.

6.       Fundarboð á aðalfund HEM.

7.       162 – fundur stjórnar SSV, fundargerð

8.       163 – fundur stjórnar SSV, fundargerð

9.       164 – fundur stjórnar SSV, fundargerð

10.   901 fundargerð sambandsins

11.   902 fundargerð sambandsins

12.   Bréf dagsett 2. nóvember 2021 frá sambandinu og varðar verkefni um innleiðingu hringrásakerfis.

13.   Farið yfir dagsetningar á næstu fundum hreppsnefndar.

14.   Fundargerð Fræðslu og skólanefndar frá 10. Desember 2020 liður – fært í trúnaðarbók.

15.   Fundargerð Fræðslu og skólanefndar frá 25. febrúar 2021

16. nóvember 2021

Eggert Kjartansson

Hofsstöðum.

Um leið og við minnum á íbúafund um mögulega sameiningu Eyja og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar þriðjudagskvöldið 16. nóvember kl 20:30 í Breiðabliki, en hann verður einnig í streymi, viljum við fara yfir nokkur atriði.

Þar sem eru 50 manna fjöldatakmarkanir verður Breiðabliki skipt upp í hólf ef fleiri en  50 manns koma á staðinn. Viljum við biðja ykkur um að spritta hendur við inngang og bera grímur þangað til komið er í sæti. Viljum við ávallt taka vel á móti gestum með veitingum en að þessu sinni mun ekki vera boðið upp á neitt til þess að fækka snertifletum á svæðinu.

Fundinum verður streymt á Facebooksíðu Snæfellsbæjar

https://www.facebook.com/snb.is sem verður líka aðgengilegt á heimsíðum sveitarfélaganna.

Á fundinum verður notað rafrænt samráðskerfi svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Þar þarf að slá inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið. Það er hægt að fylgjast með streyminu og senda inn spurningar og ábendingar í tölvunni á sama tíma. Ef eitthvað kemur upp á og þið missið sambandið við streymið eða menti, er alltaf hægt að fara aftur inn.

Upplýsingar um sameiningarverkefnið Snæfellingar má finna á heimasíðunni snaefellingar.is

Er það von okkar að sem flestir íbúar þessara sveitarfélaga eigi þess kost að taka þátt í samtalinu með okkur.

Nefndin.

Nýjasta fundargerð hreppsnefndar er komin inn hérna og nýjasta fundargerð skóla- og fræðslunefnd er komin inn hérna.

Samstarfsnefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, boðar til íbúafundar þriðjudaginn 16. nóvember kl. 20:30.

Fundurinn sem er opinn öllum íbúum fer fram í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi.  Fundinum verður einnig streymt á Facebook síðu Snæfellsbæjar. Slóð inn á streymið verður aðgengileg á vefsíðum sveitarfélaganna beggja.  

Á fundinum verður kynning á stöðu verkefnisins, umfjöllun um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna og mögulegar breytingar ef til sameiningar kemur. Samstarfsnefndin hvetur íbúa til þess að taka þátt  annaðhvort með því að mæta á svæðið eða vera þátttakandi í gegnum fjarfundarbúnað, kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Á fundinum verður notað rafræna samráðskerfið menti.com svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með í streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.

Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.

Upptaka frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu verkefnisins snaefellingar.is að fundi loknum.

Við vonumst til þess að sjá sem flesta!

Eldri fréttir