Borgm

Akurholtm

Þverá
Þverá er austan við Dalsmynni norðan þjóðvegar sunnan undir fjallgarðinum. Jörðin er grösug og hefur alltaf verið talin ágæt bújörð. Slægjur voru góðar svo og vetrarbeit og sumarbeit góð í fjallinu ofan við túnið. Jörðin er fremur hæg til búskapar Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 279 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Halldór Kristján Jónsson og Áslaug Sólveig Guðmundsdóttir
Ytri-Rauðamelur
Ytri-Rauðimelur er með stærstu jörðum á Snæfellsnesi. Þetta er landnámsjörð Sel-Þóris og hefur löngum verið búið vel. Jörðin á land að austan úr Fauskósi við Haffjarðará upp með ánni í Höfðanes og þaðan eftir gamla Flatnaárfarvegi og síðan Flatnaá móti Höfða og síðan Sátudalsá. Sumarhagar eru miklir en slægjur dreifðar. Jörðin er kirkjustaður frá 1570. […]
Ytra-Lágafell
Landið liggur norðan við Borgarholt en austan Lágafellslands. Það er sambland af brokflóum, kjarlendisásum og fjalllendi í Hofsstaðarhálsi er nær norður að Baulárvallavatni. Landið er mjög stórt og fjölbreytilegt að gerð. Nokkuð er af þurrum móum og melum, sem er gott ræktunarlandí miðju landi norðan þjóðvegar. Þar er skjólgott mjög og veðrasælt. Fjárland er gott. […]