Stórikrókur í landi Miðhrauns 2 er deiliskipulagt svæði fyrir 8 lóðir ýmist ætlaðar undir frístunda- og/ eða íbúðarhús. Svæðið er í eigu 8  barna Guðmundar Þórðarsonar og Önnu Sesselju Þórðardóttur frá Miðhrauni.

Hafist var handa við byggingu íbúðarhúss að Stórakróki 5 í júní 2009 og lauk byggingu ári síðar.

Í júlí 2010 flutti svo Þórður Guðmundsson inn ásamt unnustu sinni Sonju Karen Marinósdóttur og dætrunum Iðunni Gígju (10 ára) og Freyju Dögg (2 ára).

Þórður Guðmundsson starfar sem skólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar og Sonja Karen Marinósdóttir sem  tónlistarkennari við Tónlistarskóla Grundarfjarðar.

Loftmynd Mats.is

Ábúendur:

Þórður Guðmundsson, Sonja Karen Marinósdóttir, Iðunn Gígja og Freyja Dögg.

Bassastaðir og Snæfellsjökull
Bassastaðir í Stórakrók 5

Jörðin liggur austan við Laxá á móti neðanverðu landi Svarfhóls, og til suðurs á móti Litlu-Þúfu og Miklaholtslandi. Landið er allt mýrlendi og sæmilega auðvelt í framfærlu og ræktun. Hús eru við þjóðveg.

Lítilsháttar laxveiði er í Laxá. Mæðiveikisgirðing liggur um austurhluta jarðarinnar og þrengir nokkuð að.

Heimildir:

Byggðir SNæfellsness 1977 bls 303

Loftmynd Mats.is

Stakkhamar liggur að sjó vestan Straumfjarðarár, stærsti hluti hennar er mjög blaut mýri og er hluti hennar í svonefndum Glámsflóa. Sunnanvert við túnið, sem er vestast í landinu liggur Stakkhamarsnes til suðausturs út í sjóinn. Það er allt þurrt valllendi þar sem sjór fellur ekki yfir, en annað er sandur. Jörðin á veiði í Straumfjarðará, hlunnindi voru mikil af reka og selveiði, nokkurt æðarvarp er í Skíðishólma á Stakkhamarsfjörum. Stakkhamarsfjörur eru rómaðar reiðleiðir sem engan svíkja.

Heimildir

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 288

Loftmynd Mats.is

Ábúendur:

Árið 1944 flytja foreldrar Bjarna, Alexander Guðbjartsson og Kristjana Bjarnadóttir, að Stakkhamri frá Hjarðarfelli. Bjarni Alexandersson og Ásta Bjarnadóttir taka við búinu árið 1961 og búa enn á Stakkhamri.

Núverandi ábúendur á Stakkhamri eru Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, ásamt dætrum sínum Alexöndru Ástu og Bjarndísi Erlu. Laufey og Þröstur tóku við búskap árið 2003 af foreldrum Laufeyjar, Bjarna og Ástu. Mjólkurframleiðsla er meginstoð búskaparins. Hrossarækt á sér áratuga sögu sem hefur verið til ánægju og yndisauka ásamt sauðfjárrækt.