Jörðin liggur að sjó austan Straumfjarðará, neðan Laxárbakka og Miklaholts. landið er að mestu mýri með klapparásum, erfitt til ræktunar. Meðfram sjó eru nokkrar fitjar og sjávarbakkar með valllendisgróðri. Gengur sjór yfir land þetta um stórstraum. landrými er mikið.

laxveiði er lítilsháttar. Einnig æðarvarp.

Heimilldir:

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 312

Ábúendur:

Fór í eyði 1946

Rauðkollsstaðir eru suður af Hafursfelli neðan við þjóðveginn í þjóðbraut.

Jörðin á land frá Núpá í fjall. Undirlendið er hallandi með smástöllum er hafa stefnu í austur og vestur. Neðst eru flatlendar mýrar. Á þeim er góð vetrarbeit

Á Rauðkollsstöðum bjó Þormóður goði, landnámsmaður sá er nam land ásamt Þórði Gnúpu milli Núpár og Straumfjarðarár (samkv. Sturlubók).

Heimildir:

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 275

Loftmynd Mats.is

Ábúendur:

Auðunn Óskarsson