Laxárbakki

Jörðin liggur sunnan Laxár en austan Straumfjarðarár og á merki móti Litlu-Þúfu, Miklaholti og Skógarnesi að austan og sunnan. Landið er að mestu flatt mýrlendi. Nokkrir valllendismóar eru meðfram Laxá. Landið er stórt og þótti gott vetrarbeitarland fyrir sauðfé meðan treyst var á vetrarbeit. Laxveiði er í Straumfjarðará og Laxá. Lítið sumarhús er við Laxá […]

Laugargerði

Laugargerðisskóli var vígður 13. nóvember 1965 Skólinn var byggður sem heimavistarskóli af eftirtöldum 5 sveitarfélögum: Breiðavíkurhreppi, Eyjarhreppi, Kolbeinsstaðahreppi, Miklaholtshreppi og Skógarstrandarhreppi. Fyrstu árin fékk Helgafellssveit að senda skólaskyld börn til skólans og Staðarsveit gekk til liðs við skólann síðar, að hluta. Um þessar mundir rekur Eyja- og Miklaholtshreppur skólann. Aðalforgöngumaður að skólabyggingunni og formaður byggingarnefndar […]

Kolviðarnes

Kolviðarnes er í suðurenda Eyjarhrepps við ósa Haffjarðarár. Bæjarstæðið er á stóru holti, sem stendur uppúr láglendinu. Þaðan er víðsýnt Land jarðarinnar er milli Haffjarðarár og Núpár og nær að sjó Jarðhiti er við Kolviðarneslaug. Snjólétt er í Kolviðarnesi og vetrarbeit góð. Nýbýlið Smáragerði var byggt 1939-41 úr landi Jarðarinnar (ca 10 ha.) Heimildir Byggðir […]

Kleifárvellir

Jörðin liggur austan Kleifár en norðan Grafarlands, mjó spilda til fjalls. Undirlendið er mýri sæmileg til ræktunar, fjalllendi að hluta til vel gróið – hlýlegar brekkur móti suðaustri norðan við túnið Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 310 Ábúendur: Í eyði

Hörgsholt

Jörðin liggur austan Miðhrauns, en vestan Fáskrúðar. Landið er mest mýrlendi, erfitt til ræktunar. (Þéttur mór með leirlagi). Fjalllendi er að mestu hraun, þó eru þar hvammar með valllendisgróðri og gott sauðland. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 299 Ábúendur: Í eyði