Land jarðarinnar liggur austanvert við Dalsland og Grímsá að austan. Fjalllendið er austan Köldukvíslar að upptökum hennar og síðan í Sandhrygg og Kerlingarfjall eins og vötnum hallar til suðurs.

Undirlendið er svo að segja samfellt mýrlendi 7-800 ha. sæmilegt ræktunarland, þegar búið er að ræsa það. Fjalllendi er einnig stórt en fremur gróðurlítið. Þó eru þar nokkur dalverpi, brekkur og drög vel gróin.

Heimildir

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 295

Loftmynd Mats.is

Ábúendur:

Guðbjartur Gunnarsson, Harpa Jónsdóttir og Gunnar Guðbjartsson.

Hausthús er vestasta býli í Eyjahreppi. Húsin standa á sjávarbakka suðvestur af Hafursfelli við Skógarnesveg. Jörðin er fremur landlítil og óhæg fyrir sauðfé en hefur nægjanlegt ræktunarland.

Í Hausthúsaeyjar er fært um fjörur. Þar er allstórt véltækt land. Var þar áður bær í Bæjareyj og kirkja. Aðrar eyjar Suðurey og Útey

1563 var bærinn fluttur og Hausthús byggð. Kirkjan var flutt að Hrossholti og síðar að Ytra-Rauðamel vegna sjávarágangs.

Heimildir:

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 274

Loftmynd Mats.is