Miðhraun 2

Vetur á Miðhrauni

Miðhraun 2 heldur úti heimasíðu. Ábúendur: Sigurður Hreinsson, Bryndís H. Guðmundsdóttir og börn þeirra Guðmundur A. Sigurðarson og Steinunn Ó. Sigurðardóttir Loftmynd Mats.is

Miðhraun 1

Landið liggur austan Grímsár norðan Eiðhúsalækjar á móti landi Miðhrauns 2 að austan. Láglendið eru mýrar erfiðar til ræktunar. Mikið fjalllendi er, hraun lítið gróið. Skjól eru víða góð fyrir búfé, og brekkur og hvammar gróðursælir. Gott berjaland. Hús standa við hraunjaðarinn. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 297 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Eigendur Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur […]

Lækjamót

Jörðin liggur austan Miðhrauns, en vestan Fáskrúðar. Landið er mest mýrlendi, erfitt til ræktunar (þéttur mór með leirlagi). Fjalllendi er að mestu hraun, þó eru þar hvammar með valllendisgróðri og gott sauðland. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 299 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Eigendur: Ingibjörg Ólafsdóttir og Stefán Aadnegard

Lynghagi

Lynghagi er tæplega 1 hektari sem tekin var úr landi Dals. Á lóðinni stendur íbúðarhús sem byggt var 1976. Jörðin er í eigu Félagsbúsins á Miðhrauni Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 309 Loftmynd Mats.is Lynghagi er lengst til vinstri á myndinni

Litla-Þúfa

Land jarðarinnar er austan við Laxá neðan Stóru-Þúfulands en ofan við Laxárbakkaland. Landið er lítið, mest er það mýrlendi og bakkar með Laxá. Er það lítilsháttar veiði. Jörðin var kristsfjárjörð fram til 1966. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 304 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Í eyði