Hrísdalur

Jörðin liggur vestan Straumfjarðarár norðan Hofstaðalands en samhliða því að vestan og nær norður að Vallnaá. Landið er sumpart blautar brokmýrar með kjarrivöxnum ásum og holtum, og hinsvegar brekkur sumpart kjarrivaxnar austan í Hofstaðahálsi. Ræktunarland þarf að ræsa að mestu leyti og er framræsla heldur erfið. Landið er gott sauðland vetur og sumar Gunnar Sturluson […]

Hólsland

Jörðin er vestasta býli í Eyjarhreppi. Túnið var stutt sunnan þjóðvegar við enda Hafursfells. Landið er mest mýrar. 25. febrúar 1960 brann íbúðarhúsið til kaldra kola með húsamunum og fóðurmjöli. Síðan hefur jörðin verið nytjuð aðallega til hrossagöngu. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 283 Ábúendur: Í eyði

Holt

Holt er iðnaðar og þjónustubýli reist í landi Dals árið 1966. Það fyrsta í sveitinni. Í dag er rekið Bifreiðaverkstæði – Innflutningsfyrirtæki á Holti. Heimasíðu fyrirtækissins má skoða hér. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 309 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Þorsteinn Sigurðsson og Ingun Hrefna Albertsdóttir

Hofsstaðir

Eggert og Katharina

Hofsstaðir er sögu- og landmikil jörð eða um 1700 ha að stærð sem samanstendur af brokflóum, kjarrlendisásum og fjallendi sem nær inn að Baulárvallavatni. Mikið ræktanlegt land er á Hofsstöðum, skjólgott og veðursælt. Jörðin liggur að Straumfjarðará í austri, Borgarholt í suðri. Að vestanverðu liggur jörðin á móti Stekkjarvöllum, Syðra Lágafelli og Ytra Lágafelli. Stundaður […]

Hjarðarfell 2

Jörðin er 1/3 af landi Hjarðarfells og vísast til lýsingu þess. Nýbýlið var stofnað og byggt af Þorkeli Guðbjartssyni 1951. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 296 Loftmynd Mats.is