Gerðuberg (bær)
Gerðuberg er norðan þjóðvegar austan við Þverá. Bæjarstæði hallar móti suðri. Jörðin er ekki landstór en góð til beitar sumar og vetur Sérkennilegt stuðlaberg (Gerðuberg) er norðaustur af túni. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 280 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Í eyði
Fáskrúðarbakki
Jörðin liggur í miðjum gamla Miklaholtshreppnum og er þríhyrningslöguð. Landið er allt milli ánna Fáskrúðar að vestan og Kleifár og Láxár að austan. Að norðan er bein sjóhending er ræður mörkum á móti Borg Landið er mest mýrlendi, þó eru þurrlendismóar meðfram ánum, og þvert gegnum það þar sem þjóðvegurinn liggur. Það er gott ræktunarland. […]
Eiðhús
Jörðin liggur á milli ánna Fáskrúðar og Grímsár að vestan. Eiðhúsalækur skiptir löndum milli Eiðhúsa og Miðhrauns að norðan Landið er að mestu blautt mýrlendi, þó eru móar a árbökkunum einkum Fáksrúðar. Þar efst var þurrt valllendi, sem nú er orðið að góðu túni. Sauðfjárbeit er allgóð einkum á vetri. Landið er frekar lítið Heimildir: […]
Dalur
Jörðin liggur austan Straumfjarðarár norðan Langholts, undirlendið liggur að Hjarðarfellslandi. Fjalllendið er milli Straumfjarðarár og Köldukvíslar og er víðáttumikið og gott fjárland. Nyrstu mörk þess eru við Baulárvallavatn og Rauðsteinalæk er fellur í vatnið norðanvert. Glæsilegt veiðihús er á Dal við ána Straumfjarðará og má skoða heimasíðu veiðifélagssins hér Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 294 Loftmyndir Mats.is […]
Dalsmynni
Í Dalsmynni er rekinn blandaður búskapur með aðaláherslu á mjólkurframleiðslu. Búrekstrarformið er sameignafélag en að því standa Halla, Svanur, Atli og Guðný. Dalsmynni sf. heldur úti öflugri heimasíðu þar sem fjölmargt kemur fram um fólk, fénað og búrekstur. Heimasíða Dalsmynnis Heimildir: Loftmynd Mats.is Ábúendur: Svanur Guðmundsson og Halla Guðmundsdóttir. Atli Sveinn Svansson, Guðný Lind Gísladóttir, Aron […]