Vegamót

Veitinga og verslunarstaður í landi Dals. Stofnað 1933 af Jóni Sigurgeirssyni frá Hömluholtum. Jón Sigurgeirsson og Steinunn Þórðardóttir hófu veitingarekstur fyrir 1935 á sumrum, fyrst í tjaldi en síðar byggði Jón timburskúr, sem hann notaði um skeið. Enn fremur voru oft dansleikir á Vegamótum, sem Jón efndi til og fékk þá stundum fræga skemmtikrafta úr […]

Söðulsholt

Söðulsholt er fyrsta býli vestan Núpár, sunnan þjóðvegar. Húsin eru í hvarfi frá þjóðvegi undir klettaborgum. Landið liggur meðfram Núpá inn í Núpudal. Vetrarbeit er góð og niðurlandið er grösugt og gott til ræktunar. Árið 1998 kaupir núverandi eigandi, Einar Ólafsson, jörðina og hefur stundað þar hrossarækt, skógrækt, línrækt og nú síðast byggrækt. Hestamiðstöðin Söðulsholt […]

Syðra-Skógarnes

Jörðin liggur neðan Miklaholts að sjó suðaustast í Miklaholtshrepp. Meðfram sjónum eru þurrir bakkar og gott ræktunarland og beitiland. Land jarðarinnar er fremur stórt. Sjóbúðir voru fyrr á árum í Skógarneshólma. 1712 voru þar 7 íbúðir. Í hólmanum var og verslunarstaður alllengi. Sjást þar enn steyptir grunnar verslunar og íbúðarhúsa. Þar rak Tang og Riis […]

Syðra-Lágafell 1-2

Jörðin liggur sunnan í Lágafellshyrnu, vestan Hofstaða. Sunnan Ytra-Lágafells. Sumt af landinu eru mýrar með klapparholtum en fjalllendi sunnan í hyrnunni. Landið er lítið og heldur erfitt til ræktunar. Heimildir Byggðir Snæfellsness 1977 bls 312 Ábúendur: Syðra-Lágafell 1 Fór í eyði 1967 Á Syðra-Lágafelli 2 búa Áslaug Sigvaldadóttir, Þórður Runólfsson og Helga Þórðardóttir

Svarfhóll

Jörðin liggur austan Kleifárvalla að Laxá neðan frá Grafarlandi og upp að gili, sem kemur úr Hafursfelli að austan, Núpugili. Undirlendið er mýri og er að nokkru austan mæðuveikisgirðingar sem liggur frá Skógarnesi í Álftafjörð. Fjalllendið er sæmilegt sumarland. Lítilsháttar veiði er í Laxá. Í dag er sumarbústaðarbyggði í landi Svarfhóls Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 […]