Höfði

Höfði er í dalverpi norðvestan Höfðaár, landrúm jörð en snjóþung. Jörðin á land frá hreppamörkum (Árnaá) vestur Flatnaá og Sátudalsá. Þetta er góð sauðjörð en ræktunarskilyrði takmörkuð. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 282 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Í eyði

Hömluholt

Jörðin er vestan við Rauðkollsstaði. Landið er mest mýrar og holt sem jörðin ber nafn af. Hömluholt heldur úti heimasíðu sjá hér Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 283 Loftmynd Mats.is Ábúendur: Í Hömluholti búa þau hjónin Gísli Guðmundsson og Helga S. Narfadóttir, ásamt dótturinni Jófríði Kristjönu Gísladóttur.

Hvammur

Jörðin er 1/3 hluti af landi Hjarðarfells og vísast til landlýsingar þar. Býlið var stofnað og byggt af Alexander Guðbjartssyni 1937. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 296

Hrútsholt

Hrútsholt er sunnan þjóðvegar austan við Rauðkollsstaði. Bæjarhús standa á klettaholti. Jörðin á land sunnan frá Núpá til fjalls. Láglendið er grösugt og gott til ræktunar Vetrarbeit er allgóð svo og sumarhagar. Heimildir: Byggðir Snæfellsness 1977 bls 276 Loftmynd Mats.is

Hrossholt

Hrossholt er norðan Kolviðarnesvegar. Bæjarstæðið er á holti, sem nú hefur að mestu verið gert að túni. Jörðin á land frá Haffjarðará að Núpá og er það að mestu mýrlendi. Laugargerðisskóli hefur fengið nokkra hektara undir starfsemi sína úr vesturhluta landsins. Heimildir: Byggðir Snæfellsness bls 272 Loftmynd Mats.is Ábúendur: