Land jarðarinnar liggur austanvert við Dalsland og Grímsá að austan. Fjalllendið er austan Köldukvíslar að upptökum hennar og síðan í Sandhrygg og Kerlingarfjall eins og vötnum hallar til suðurs.
Undirlendið er svo að segja samfellt mýrlendi 7-800 ha. sæmilegt ræktunarland, þegar búið er að ræsa það. Fjalllendi er einnig stórt en fremur gróðurlítið. Þó eru þar nokkur dalverpi, brekkur og drög vel gróin.
Heimildir
Byggðir Snæfellsness 1977 bls 295
Loftmynd Mats.is
Ábúendur:
Guðbjartur Gunnarsson, Harpa Jónsdóttir og Gunnar Guðbjartsson.