Jörðin liggur neðan Miklaholts að sjó suðaustast í Miklaholtshrepp. Meðfram sjónum eru þurrir bakkar og gott ræktunarland og beitiland. Land jarðarinnar er fremur stórt.
Sjóbúðir voru fyrr á árum í Skógarneshólma. 1712 voru þar 7 íbúðir. Í hólmanum var og verslunarstaður alllengi. Sjást þar enn steyptir grunnar verslunar og íbúðarhúsa. Þar rak Tang og Riis verslunarútibú og var Ólafur Blöndal síðasti stjórnandi þess. Verslunin hætti 1922 og húsin rifin um 1933 og flutt að Vegamótum.
Heimildir
Byggðir Snæfellsness 1977 bls 308
Loftmynd Mats.is
Ábúendur:
Guðríður Kristjánsdóttir og Trausti Skúlason.