Laugargerðisskóli var vígður 13. nóvember 1965 Skólinn var byggður sem heimavistarskóli af eftirtöldum 5 sveitarfélögum: Breiðavíkurhreppi, Eyjarhreppi, Kolbeinsstaðahreppi, Miklaholtshreppi og Skógarstrandarhreppi. Fyrstu árin fékk Helgafellssveit að senda skólaskyld börn til skólans og Staðarsveit gekk til liðs við skólann síðar, að hluta. Um þessar mundir rekur Eyja- og Miklaholtshreppur skólann. Aðalforgöngumaður að skólabyggingunni og formaður byggingarnefndar var Gunnar Guðbjartsson, þá bóndi á Hjarðarfelli. Skólinn var fyrstu 10 árin alfarið heimavistarskóli, þar sem hluti nemenda var í byrjun hálfan mánuð í skóla og hálfan mánuð heima. Skólaárið 1973-1974 varð sú breyting að nemendur dvöldu í skóla eina viku í senn og eina viku heima. Frá skólaárinu 1976-1977 breyttist skólinn í aksturs- og heimavistarskóla og nær þá nemendafjöldi skólans hámarki sínu með 140 nemendur. Skólaárið 1991-1992 var heimavist lögð niður og daglegur akstur tekinn upp fyrir alla nemendur.
Við skólann eru tvö íbúðarhús.
Loftmynd: Mats.is
Hús 1: Kristín Björk Guðmundsdóttir og Friðbjörn Örn Steingrímsson
Hús 2: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Sigurður Jónsson, Valgerður Álfheiður Sigurðardóttir, Þórður Már Sigurðsson og Eyvindur Enok Sigurðsson