Jörðin liggur vestan Straumfjarðarár norðan Hofstaðalands en samhliða því að vestan og nær norður að Vallnaá.
Landið er sumpart blautar brokmýrar með kjarrivöxnum ásum og holtum, og hinsvegar brekkur sumpart kjarrivaxnar austan í Hofstaðahálsi.
Ræktunarland þarf að ræsa að mestu leyti og er framræsla heldur erfið. Landið er gott sauðland vetur og sumar
Gunnar Sturluson og Guðrún Margrét Baldursdóttir kona hans reka á jörðinni hrossabú og tamningastöð, Hrísdalshesta sf.
Siguroddur Pétursson og kona hans Ásdís Ólöf Sigurðardóttir annast daglegan rekstur á búinu og stunda tamningar.
Heimasíðu Hrísdalhesta má skoða hér
Heimildir
Byggðir Snæfellsness 1977 bls 292
Loftmynd Mats.is