Hofsstaðir er sögu og landmikil jörð eða um 1700 ha að stærð sem samanstendur af brokflóum, kjarrlendisásum og fjallendi sem nær inn að Baulárvallavatni.
Mikið ræktanlegt land er á Hofsstöðum, skjólgott og veðursælt.
Jörðin liggur að Straumfjarðará í austri, Borgarholt í suðri. Að vestanverðu liggur jörðin á móti Stekkjarvöllum, Syðra Lágafelli og Ytra Lágafelli.
Stundaður er sauðfjárbúskapur að Hofsstöðum og eru allt núna 530 fjár á fóðrum.
Tvö íbúðarhús eru á jörðinni, einn sumarbústaður, tvö fjárhús, tvær hlöður og verkfærageymsla.
Heimildir
Byggðir Snæfellsness 1977 bls 291
Loftmynd Mats.is
Ábúendur:
Íbúar á Hofsstöðum eru Eggert Kjartansson, Katharina Kotschote, Ingibjörg Eggertsdóttir, Kristín Lára Eggertsdóttir og Elín Una Eggertsdóttir. Íbúar á Hofsstöðum II eru Kjartan Eggertsson og Soffía Guðjónsdóttir.