Nú er komin út umhverfisskýrsla fyrir svæðisskipulag Snæfellsness 2014-2026 ásamt svæðisskipulagstillögu.
Skýrsluna má skoða hér.
Svæðisskipulagstillagan er hér.
Tillaga að Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026
Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi auglýsir, skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að svæðisskipulagi fyrir Snæfellsnes. Í tillögunni, sem samanstendur af greinargerð auk umhverfisskýrslu, er sett fram stefna um byggðar- og atvinnuþróun á Snæfellsnesi sem miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli þau verðmæti sem felast í náttúru- og menningarauði Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Þannig styrki áætlunin staðaranda og ímynd Snæfellsness og efli atvinnulíf og byggð á svæðinu.
Svæðisskipulagstillagan liggur frammi til sýnis hjá oddvitum Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og á skrifstofum Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 4. september 2014 til og með mánudagsins 20. október 2014. Tillagan er einnig til sýnis á vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum svaedisgardur.is
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út í lok mánudagsins 20. október 2014. Skila skal skriflegum athugasemdum til svaedisgardur@svaedisgardur.is eða á „Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, berist á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði“.
Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi