Laugargerðisskóli auglýsir í eftirfarandi störf:


Starf skólaliða
Um er að ræða 63 % stöðu skólaliða sem dreifist jafnt á fimm daga vikunnar. Vinnutími er frá 9:55 til 15:25. Ráðningartímabil er frá og með 15. ágúst til og með 31. maí.
Starfið er fjölbreytt og lýtur að mörgum þeim daglegu verkum sem falla til innan skólans.
Meginverkefni eru þrif á skólahúsnæði og gæsla nemenda. Auk þess eru ýmis verkefni sem falla undir kjarasamninga skólaliða, er lúta að daglegu starfi leik og grunnskóla.


Umsjónarkennarastöðu á yngsta stigi auk íþróttakennslu
Um er að ræða 100% starf við kennslu íþrótta við skólann auk umsjón með yngsta stigi skólans. Í starfinu fellst samstarf við leikskóladeild og Frístund.


Stöðu deildarstjóra leikskóla
Um er að ræða 100% starf. Á leikskóladeildinni eru um 10 börn á aldrinum eins og upp í fimm ára. Náið og gott samstarf er á milli leik og grunnskóladeildarinnar. Starfslýsing er samkvæmt kjarasmningi FL og Sambands ísl. sveitarfélaga.


Leikskólakennara
Um er að ræða 70 - 100% starf. Starfslýsing er samkvæmt kjarasamningi FL og Sambands ísl. sveitarfélaga.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samand við skólastjóra til þess að fá nánari upplýsingar. Umsóknum skal skilað til skólastjóra eigi síðar en 12.06.18.
Ef ekki ræðst til starfa fagmenntaðir kennarar verða ófagmenntaðir starfsmenn ráðnir.
Ingveldur Eiríksdóttir skólastjóri
skolastjori@laugargerdisskoli.is
8560465

Drög að starfslýsing fyrir skólaliða
(Á eftir að leggja fyrir skólanefnd og fleiri)
1. Skólaliði Laugargerðisskóla lýtur verkstjórn skólastjóra. Þeir sjá um að halda húsnæði skólans hreinu svo sem kostur er en taka að auki þátt í því uppeldis- og umsjónarstarfi sem fer fram innan skólans að beinni kennslu undanskilinni.
2. Skólaliðar, sem aðrir starfsmenn skóla, eru bundnir þagnarskyldu um það sem verða áskynja um persónulega hagi og málefni nemenda og kennara og fjölskyldna þeirra. Þagnarskylda helst þótt látið sé af störfum.
Helstu verkefni skólaliða eru:
Þrif
Aðstoða nemendur leik og grunnskóladeildar við að fara út í frímínútur og sinna frímínútna gæslu. Einnig aðstoða þá nemendur sem þurfa, við að fara til síns heima, hvort heldur eru nemendur leikskóla- eða grunnskóladeildar.
Aðstoða nemendur ef með þarf að klæðast og afklæðast útifatnaði og ganga frá fötum sínum og skófatnaði.
Að hafa umsjón með fötum og öðrum munum sem lenda í óskilum og raða þeim upp á áberandi stöðum þegar foreldrum og aðstandendum er boðið til skólans, a.m.k. tvisvar sinnum yfir veturinn.
• Að fylgjast með nemendum í frímínútum og öðrum hléum milli kennslustunda úti og inni, á göngum og í búningsklefum. Að aðstoða þá í leik og starfi og leiðbeina þeim í umgengni og samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsmenn skólans.
Önnur verkefni skólaliða:
• Að hafa auga með nemendum sem lenda í eyðu, t.d. vegna forfalla, hvort heldur í leik og grunnskóladeild.
• Að veita fyrstu hjálp ef slys eða óhöpp ber að höndum.
• Að gera skólastjóra viðvart um allar bilanir, sem vart verður við, og einnig ef efni eða áhöld vantar til ræstinga.
• Að svara í síma og taka skilaboð þegar þess þarf.
• Að vera kennurum innan handar við ýmis viðvik, s.s. að hengja upp myndir og færa til húsgögn og gæta nemenda inni í tíma ef kennari þarf nauðsynlega að bregða sér frá, t.d. í síma.
• Að sinna öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri felur þeim og fellur undir skólastarf án þess að vera kennsla.

Almennt er ekki krafist vinnu af hendi skólaliða þá daga sem nemendur og kennarar eru í fríi s.s. jóla eða páskafríi. Vinnuskylda er þó þá virku daga sem falla innan þessara fría og getur skólastjóri óskað eftir að unnið sé þá daga eða hluta þeirra.