Ytri-Rauðimelur er með stærstu jörðum á Snæfellsnesi. Þetta er landnámsjörð Sel-Þóris og hefur löngum verið búið vel.

Jörðin á land að austan úr Fauskósi við Haffjarðará upp með ánni í Höfðanes og þaðan eftir gamla Flatnaárfarvegi og síðan Flatnaá móti Höfða og síðan Sátudalsá.

Sumarhagar eru miklir en slægjur dreifðar. Jörðin er kirkjustaður frá 1570. Rauðamelsölkelda hefur lengi fræg verið og vatnið talið hafa lækningarmátt.

Heimildir

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 281

Loftmynd Mats.is

Ábúendur: 

Í eyði